10.1.2012 | 11:51
Mogginn aðalmálgagn Vinstrimanna og ESB andstæðinga?
Hér áður fyrr var Mogginn dagblað allra landsmanna en ekki "fréttablað LÍÚ og ESB andstæðinga". Hvert er ritstjórnin að fara með þetta annars ágæta dagblað? Er ekki orðið tímabært að opna blaðið aftur fyrir almennum skoðanaskiptum milli manna án íhlutunar ritstjórnar?
Morgunblaðið var ópólitískt að undanskyldri ritstjórn blaðsins sem var ramm pólitísk en án þess að mismuna hópum með aðrar áherslur en hún í stefnu flokksins.
Stefnum að því að ganga inn í ESB með sem hagstæðustu samningum sem völ er á. ESB Já Takk.
Ásmundur Einar: Hver er staða ESB-umsóknarinnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessu. Fá samning á borð og svo kjósa um hann í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Eigandi Moggans er frekar pólitiskur líka. Útgerðakona með meiru...innvinkluð í LÍÚ.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 12:56
Sleggjan og Hvellurinn! Það er eina raunhæfa og sanngjarnasta sem hægt er að gera. Að hætta við umsóknarferlið mun aðeins hugnast 20% af kjósendum en hin 80% sem vilja kjósa um samninginn þegar hann er á borðinu er skynsemi. Þetta sýnir að við eigum 240 þúsund skynsama samlanda. Ekki slæmt.
Ég tela að "Útgerðarkonan" sé aðeins að eyða eigin fé með því að halda út Mogganum. Sumt fólk á svo mikið af peningum að það veit ekki hvernig þeir eiga að eyða þeim með skynsemi að leiðarljósi.
Guðlaugur Hermannsson, 10.1.2012 kl. 13:02
Árvakur útgáfufélag Moggans er í milljónatapi hvern mánuð þannig að Guðbjörg Matthíasdóttir eða "útgerðarkonan" einsog ég kalla hana frá Vestmannaeyjum er að reka þetta blað í einhverjum öðrum tilgangi en að græða peninga.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 14:08
Agree
Guðlaugur Hermannsson, 10.1.2012 kl. 14:09
Það að Mogginn, flokksblað Sjálfstæðisflokks, skuli hleypa inn á sínar síður fólki úr öllum stjórnmálaflokkum, er dæmi um frjálslyndi hans. Þetta er eina málgagnið sem ESB andstæðingar hafa aðgang að, ekki fá þeir að birta sín skrif í Fréttablaðinu og sannarlega er þeim haldið utan fréttastofu RUV og 365 miðla.
Það fer auðvitað í taugarnar á ESB sinnum að andstæðingar þess skuli enn hafa eitthvern miðil til að tjá sig í og enn meira fer í taugar þeirra að einhver fréttamiðill skuli flytja fréttir utan úr hinum stóra heimi, fréttir af vandræðum evrunnar og ESB. Slíkar fréttir eru ekki að skapi ESB sinna og hafa bæði fréttastofa RUV og fréttastofa 365 miðla passað vel upp á að slíkar fréttir séu ekki á boðstólnum. Þar er einungis fluttar ritskoðaðar fréttir sem henta ESB aðild sem best!!
Gunnar Heiðarsson, 10.1.2012 kl. 14:16
Sæll Gunnar.. Það er talað um vandræði Evrunar í Evrópu eins og það sé langtíma ástand.
Hefðir þú hætt við að giftast konunni þinni ef hún hefði verið með kvef 2 dögum fyrir brúðkaupið? Þetta er ekki spurning um núverandi ástand heldur framtíð Íslendinga í vegferð og lífsgæðum.
Það er eitt að hleypa inn í blaðið andstæðingum ESB og halda fyrir utan ESB sinnum. Það er einungis til að styðja málstað annars aðilans (andstæðig ESB). Það er opið fyrir alla að skrifa/tjá sig í 365 og RUV.
Það sem er alvarlegast að einn ráðherra gat sitið í embætti sínu og eyðilagt framgang umsóknarferilins og þar af leiðandi að skapa lakari kjör fyrir okkur sem gætu farið í gegnum þjóðaratkvæðagreiðsluna með samþykkt meirihluta kjósenda.
Guðlaugur Hermannsson, 10.1.2012 kl. 14:27
þetta er náttúrulega þvæla hjá honum gunnari og mjög auðvelt að hrekja hans rök. lítum á 365 miðla og rúv um ESB og vandræði þeirra:
http://www.ruv.is/frett/hrun-a-italiu-alvarlegt-fyrir-evropu
http://www.visir.is/skithraeddur-um-stoduna-a-evrusvaedinu/article/2011111029064
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 16:26
Sleggjan(Bjarni&co) 365 og Rúv voru mjög treg í taumi við að byrja að birta fregnir af óförum Evrurnar og birta ekki fyrir sjaldan alla fréttina, veit fólk ekki enn hversu alvarlegt ástandið er með evruna, enda er allt gert til að halda henni gangandi með aðferðum sem best verður lýst með því að pissa í skóinn sinn.
Brynjar Þór Guðmundsson, 10.1.2012 kl. 17:01
Þetta er einfaldlega rangt hjá þér.
Fréttartímar eru stundum undirlagðir evrukrísunni.
Kvöldfréttir eru á vegum Stöð tvö (365) og RÚV.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 17:06
Bjarni&co "Fréttartímar eru stundum undirlagðir evrukrísunni." Þegar ekki er sagt 100% rétt frá, þá skiftir engu hve mikið er sagt frá. Breitir því ekki að fólk hefur ekki hugmynd um það hver ESB stefnir eða hvaða staða er uppi, tagtu þetta fólk sem dæmi og þetta
Brynjar Þór Guðmundsson, 10.1.2012 kl. 17:28
Erlendar fréttir frá evrusvæðinu eru ekkert verr unnar en aðrar fréttir og engar blekkingar eru beyttar. Þess vegna er rangt hjá þér að halda öðru fram.
Ef þú ert að koma með svona dylgjur á annað borð þá er eðlilegast að koma með heimildir til að stiðja þinn framburð.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 19:05
http://evropuvaktin.is/frettir/21810/
http://www.bbc.co.uk/news/business-16282206
Það er verið að taka lán fyrir afborgun sem Evruríkin geta ekki borgað og þar með ýta(hluta) skuldavandanum fram um nokkra mánuði, en þá kemur vandinn fram aftur með vöxtum. Ég tel að það sé heilbrigt að stoppa og hugsa hvernig þetta getur farið úrskeiðis, svona svipað og fólk átti að gera þegar það tók lán í erlendu, alla veganna hefði það þá ekki komið fólki á óvart ef/þegar krónan gaf eftir. Það sama gildir nú um Evruna.
Hvernig ætla þeir að bjarga sér þá, það er ekki hægt með því að auka einkaneysluna (í evrulandi), geta ekki aukið útflutning þar sem enginn getur keypt það magn sem þarf og skuldsett lönd geta ekki farið í massífar framkvæmdir. Þetta getur ekki endað með öðru en hvelli,Hvað ætli það séu margir sem átta sigá þeirri stöðu sem uppi er?
Brynjar Þór Guðmundsson, 10.1.2012 kl. 21:49
Staðan er grafalvarleg. Einsog margoft hefur komið fram í kvöldfréttum.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 23:34
Er ekki nóg fyrir ESB aðildarsinna að ráða bókstaflega öllum fréttamiðlum landsins nema mogganum?
Eina leiðin til þess að fylgjast með sívaxandi erfiðleikum í USA og ESB er að horfa á erlendar fréttarásir, því að Rúv og stöð 2 eru svo lituð af áróðri ESB sinna, það er óþolandi að vera skyldugur til að borga afnotagjöld af RÚV á meðan að það sinnir svona illa sínu hlutverki.
Það er reyndar mjög athyglivert að skoða fréttflutning af nákvæmlega sömu heimsatburðum á mismunandi fréttastöðvum eins og Russian today, Aljazeera, BBC, og CCTV. En sitt sýnist hverjum en allar eru þó sammála um skelfilegt ástand Evrusvæðisins og slæmar framtíðarhorfur, svo koma fréttir frá litla Rúv af utanríkisráðherra eða fjármálaráðherra Íslands sem dásama Evruna! hehe ótrúlegt alveg hreint!
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.1.2012 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.