Ég vona að þetta sé aðeins tilfallandi uppákoma. Ef ekki, þá erum við í vanda.

Ég vona svo innilega að þetta sé einstætt tilfelli en ekki byrjun á ofbeldisvandamáli í okkar litla landi Íslandi.

Sumir eru að blogga um það að þetta tengist flóttamannavandamálinu á Íslandi. Það tel ég ekki vera en aldrei er of varlega farið með þau mál. Það er nú samt ekki samasemmerki á milli "að faravarlega og að fara sér hægt".

Mál einstaklings sem hefur beðið í 7 ár eftir afgreiðslu á landvistarleyfi er ekki afgreitt samkvæmt Stjórnarskránni né heldur stjórnsýslulögum og því síður mannréttindasáttmála Evrópu. Þessi 7 ár eru 10% af líftíma meðal jóns og því ekki boðlegt neinum.

Menn halda því fram að ef við "gefum eftir" í þessum málum þá fáum við holskeflu af flóttamönnum en svo er ekki nánast allir sem koma til landsins koma frá Shengensvæðinu og því á ábyrgð þess lands sem hann fyrist kom til við innkomuna inn á Shengensvæðið.

Agreiðum þetta mál og látum "flóttamanninn" fá landvistarleyfi. Hann gæti síðan sótt um ríkisborgararétt þar sem fimm ár eru liðin frá komu hans til landsins. Það ætti að vera til upplýsingar um hegðan hans á meðan á dvöl hans hér hefur staðið í þessi 7 ár.

Útlendingaeftirlitið ætti að fá sér nýtt starfsfólk sem söðlar sama dag og það ríða út en ekki 7 árum seinna.


mbl.is Ráðist á heimili Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Guðlaugur !

Betur væri; ef um tilfallandi atburð væri að ræða.

Því; er alls ekki að heilsa - ástandið í landinu er orðið afar eldfimt, og þurfum við að fara áratugi aftur í tímann, til þess að finna hliðstæðu þess.

Engin var lausnin; þó svo liðónýt ''stjórn'' tæki við af annarri sams konar, þann 1. Febrúar 2009, Guðlaugur minn.

Megum þakka fyrir; þróist ekki mál í að verða, með svipuðu sniði, og varð,, í undanfara Bastillu byltingarinnar Frakknesku, þann 14. Júlí 1789; þér, að segja.

Veruleika firring; hinnar stórskemmdu valdastéttar hér, er algjör, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 17:07

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta er ljótt ef satt er. Varðandi þessa liðónýtu "stjórn": þú varst með í að kjósa hana á þing Óskar. Ertu ekki stuðningsmaður VG með eða á móti flóttaþingmönnunum?

Guðlaugur Hermannsson, 8.5.2011 kl. 17:18

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Mál einstaklings sem hefur beðið í 7 ár eftir afgreiðslu á landvistarleyfi er ekki afgreitt samkvæmt Stjórnarskránni né heldur stjórnsýslulögum og því síður mannréttindasáttmála Evrópu.

Ég las það í frétt að það væri búið að hafna honum í fjögur skipti nú þegar, en þegar menn gera svona til að vekja athygli á sér (þ.e. setja aðra einstaklinga í hættu) þá á að vísa viðkomandi úr landinu strax.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.5.2011 kl. 17:26

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Halldór! Hvað hefðir þú gert?

Guðlaugur Hermannsson, 8.5.2011 kl. 17:28

5 identicon

Sæll; á ný, Guðlaugur !

Nei; nei, aldeilis ekki. Ég fylgdi; í síðustu kosningum (2009) - og raunar áður, þeim Sjóhundi- og þungavigtarmanni, Guðjóni Arnari Kristjánssyni, og hans slekti að málum, algjörlega. Skilaði jafnan auðu; áður en þeir Guðjón komu að málum; þér, að segja.

En; það voru líka, hinar síðustu kosningar (2009), sem ég tók þátt í; hvar, ég vil afnema Alþingi - og koma hér á fót Byltingarráði þjóðfrelsissinnaðrar Alþýðu, svo fram komi einnig, Guðlaugur minn.

Og; tek öngva afstöðu þar með, til svokallaðra flóttaþingmanna - né annarra, svo einnig komi fram, ágæti drengur.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 17:32

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er nánast það eina sem eftir er að prófa í þessu þjóðfélagi að koma á fót Byltingarráði Þjóðfrelsissinnaðrar Alþýðu. Ertu með áhangendur/meðbræður í þessa vegferð?

Guðlaugur Hermannsson, 8.5.2011 kl. 17:37

7 identicon

Sælir; enn !

Vissulega; hefir áhugi aukist, fyrir slíku skrefi Guðlaugur, í seinni tíð - en;... auðna ræður jafnan, hver framvinda kynni að verða, og ekki hvað sízt, í ljósi þess, að ég sjálfur, er 1/2 dauður, úr 29 ára þróttmiklum reykingum, ágæti drengur.

Eiturefnum tóbaks; má ég þó þakka, að lítt er ég pesta sækinn - þó svo bak vinnzla nikótínsins sé óhindruð, gagnvart hjarta- og æðakerfinu, svo sem.

Og; ekki spillir, drjúgt kaffi þambið heldur, Guðlaugur.

En; það var nú reyndar, útúrdúr minn, frá því umræðuefni, sem til umfjöll unar er, á þinni síðu, Guðlaugur minn.

Með beztu kveðjum - sem áður, og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 17:45

8 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er leitt að heyra Óskar að heilsan sé að gefa sig. Greindir menn hafa oft veikleika sem þeir ráða ekki við og heyrist mér á þér að það sé þinn veikleiki að neyta tóbaks. Veikleiki minn tengist meira náttúrunni en neyslu efna sem eru seigdrepandi. Nautn okkar er mis óholl. Það er gaman að spjalla við þig Óskar.

Guðlaugur Hermannsson, 8.5.2011 kl. 17:56

9 identicon

Eg vona ad tetta se bara upphafid ad tvi sem koma skal. Heimili stjornmalamanna og bankamanna eiga ekkert ad vera neitt fridhelgari en heimili venjulegs folks. Tessar stettir lata bera folk ut, jafnvel to hæstarettardomar hafi fallid sem segja lanveitingarnar oløglegar sem bankarnir nota til ad bera folk ut.

Nei vonandi fara islendingar ad vakna og sja ad tad er rottækra medala torf.

Lifid heil

Larus (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 18:04

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Persónuleg viðhorf til hælisleitenda hafa ekkert að segja. Landið er bundið af alþjóðlegum sáttmálum SÞ um meðferð hælisleitenda. Stjórnmálamenn okkar þurfa að vinna eftir þeim.

En það er ekkert sem segir að íslenskir geti ekki sagt sig frá öllum sáttmálum og sett upp gamla alþýðuskiltið: Komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja.

Þó vil ég minna á að Castró sjálfum fannst nóg komið allt það frelsi og flýtti för þeirra sem fara máttu - hvort sem þeir vildu eða ekki.

Kolbrún Hilmars, 8.5.2011 kl. 18:05

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það var fyrir nokkurum árum sem þessum Irana var neitað um landvistarleyfi en hann heimtaði að vera áfram.það verður holskepla vandamála ef við verðum ekki strangari og sendum þetta fólk strags úr Landi um leið og því er neitað um Landvist. þetta er í flestum tilfellum Múslimar og það er mikil vandamál sem fylgir þeim.þeir hóta öllu íllu ef við förum ekki eftir þeirra vilja.

Vilhjálmur Stefánsson, 8.5.2011 kl. 18:24

12 identicon

Hingað til hafa íslendingar látið traðka á sér þar sem að þeir sem traðka hafa haft vit á því að ljúga lítið.... en nú traðka Helferðarhjúin á okkur og þylja Göbbels í tíma og ótíma, þ.e.a.s. "Ef þú endurtekur sömu lygina nógu oft fer fólk að taka henni sem sannleika".

Þess fyrir utan geta þau ekki látið vera með að segja að þetta sé allt okkur að kenna fyrir að hafa ekki komið þeim fyrr að kjötkötlunum.... ekki það að þau ætli að gera hlutina öðruvísi heldur bara "hinsegin"!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 01:55

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Halldór! Hvað hefðir þú gert?

Ætli ég hefði ekki farið og reynt annars staðar, það hefði örugglega ekki þurft 4 skipti til að segja mér það að ég væri ekki að fá landvistarleyfi.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.5.2011 kl. 11:41

14 identicon

Menn þurfa að hafa búið undir steini frá ~2008 til að sjá ekki hvað er að gerast á litla íslandi; Þetta er bara byrjunin.. bara eitt form af óréttlæti sem maður springur vegna.
Þetta á bara eftir að aukast í takt við óréttlætið... það er varla hægt að lifa á íslandi í dag án þess að vera í glæpum... enda hefur ísland sýnt okkur að glæpir borga sig, margborga sig, bara að passa sig að hafa þá nægilega mikla

Þetta er það ísland sem alþingi vinnur að... ég efast um að alþingi viti hvað þeir eru að skapa.. fokking ófreskju, ófreskjan mun örugglega láta í sér heyra... þegar einstaklingar fá nóg, þegar mælirinn springur

doctore (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband