Siðferðisvitund Ragnars Önundarsonar er komin á lágt plan.

Það er ótrúlegt að svona skynsamur og velgefinn maður skuli láta sig verða uppvísan um siðferðisbrot gangvart umbjóðendum sínum í VR með því að klára ekki afsagnir sínar úr öllum stjórnarstörfum hjá þeim.

Ég hef alltaf litið upp til Ragnars og fylgst með blaðaskrifum hans um bankakerfið og aðdraganda hrunsins. Hann var einn af fáum sem sá þetta hrun fyrir. Hann skildi hvað var í gangi og gat útskýrt fyrir okkur leikfléttur útrásarbankalýðsins.

Það hlýtur að verða hans fyrsta verk að segja sig úr stjórn Framtakssjóðs Íslands ef hann ætlar að halda í brot af fyrri virðingu sem almenningur bar fyrir honum. Hann var þátttakandi í því samráði sem var þess valdandi að fyrirtækin VISA ÍSland og Kreditkort þurftu að greiða 760 milljónir í sekt.


mbl.is Ætlar ekki að segja sig úr stjórn Framtakssjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Reyndar vitum við ekki alveg hvar siðferðisvitund hans var, kannski vantar útgangspunktinn?????

Jóhann Elíasson, 11.3.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Góður...

Guðlaugur Hermannsson, 11.3.2011 kl. 21:36

3 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Hverju ætlast fólk til af þér ? Vill þessi svkallaði almenningur virkilega að þú hættir að vera vara formaður, út af þessu kortasvindli ? Ég bara spyr. Hvað á þessi frekja eiginlega að þýða . Er fólk virkilega svona út á túni,  Er Siggi aðalformaður  virkilega að hugleiða eitthvað með þig ? Ég segi bara hann Siggi minn gerði það eina rétta að láta þig ákveða hvort þú eigir að halda áfarm að vera vara formaður hjá  honum. Nóg að sleppa öðrum vara formannsdjobbinu. Svo var þessi niðurstaða samkeppnisráðs tóm þvæla. Auðvitað varstu alsaklaus, þú bara fékkst ekki að útskýra sakleysið fyrir þessu ráði, þeir ættu bara að skammast sín.

Ragnar L Benediktsson, 11.3.2011 kl. 21:57

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ha ha ha ha.

Guðlaugur Hermannsson, 12.3.2011 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband