Ef um brot er að ræða þá fær fyrirtækið sekt en ekki stjórnendurnir.

Í mörg á hafa svona mál komið upp reglulega og hafa flest endað með, oft á tíðum, hárri sekt. En gallinn við þessa sekt er sá að fyrirtækið er sektað en ekki gjörningsmennirnir.

Með því að sekta fyrirtækið í stað stjórnendur, þá er verið að eyðileggja sektarúrræði.

Mín tillaga er sú að stjórnendur fái þessar háu sektir en ekki fyrirtækin sem er í eigu margra hluthafa sem hafa ekkert brotið af sér sem réttlætir sektun sem bittnar á hlutafjáreign þeirra.

Ef einstakur stjórnandi er sektaður um tugi milljóna fyrir slík brot þá er það fullvíst að þessi brot munu ekki verða framin af sama aðilanum aftur og einnig verður það alvarleg ábending til annara stjórnenda sem og þar með kemur í veg fyrir slík brot.


mbl.is 19 starfsmenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður punktur. Það á bæði að sekta fyrirtækin sjálf, stjórn fyrirtækjanna í heild sinni og einstaka stjórnendur. Þá stoppar þetta alveg....

Óskar Arnórsson, 10.3.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband