Er annað i boði fyrir örríkið Ísland?

Mikið geta bændur verið skammsýnir þegar kemur að inngöngu í ESB. Hvað er fyrir utan ESB samtökin? Ekkert. Það eru miklar líkur á að við verðum ekki lengi frjáls með þessar skuldir á herðum okkar. Með því að ganga inn í ESB þá erum við að tryggja afkomu okkar og komandi kynslóðar.

Með því að ganga inn í ESB erum við að tryggja lýðræðið og krækja okkur í ákvörðunarrétt á Evrópuþinginu.

ÍSLANDS Í ESB


mbl.is Bændur leggjast gegn ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirsögn þín Guðlaugur á pistli þessum ,lýsir uppgjöf hjá þér. Svo ritar þú í pistilin einnig þetta,,:Hvað er fyrir utan ESB?   Ekkert. ,,::  Vá þvílíkur hugsanagangur þarna í gangi þú hugsar=EKKERT. Þá ritar þú einnig um það að við munum ,,krækja,,okkur í ákvörðunarrétt á Evrópuþinginu.  Vá segi ég nú aftur ,þú Guðlaugur Hermannsson hefir verið heilaþvegin af LandráðaJóhönnu Sigurðardóttur. amen.

Númi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 17:30

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Númi. Bentu mér á hvað annað sé í boði fyrir örríki? Það eru breyttir tímar frá því þegar við höfðum erlendan her hér á landi sem greiddi stóran hluta af okkar tekjum. í dag er ekkert í boði. Raunsæi er dyggð.

Guðlaugur Hermannsson, 6.3.2011 kl. 18:08

3 identicon

Guðmundur,,,Þú ættir að flytja til Evrópu í a.m.k. 10 ár og þá sérðu hvað svona örðjóð getur gert við allar auðlindirnar sem við höfum. Og þá sérðu, lifir og skilur afhverju Ísland má alls ekki ganga í ESB. Ég er með 30 ára reynslu af bústeu í evrópu, fyrir og eftir ESB og treystu mér, við þurfum ekkert á ESB að halda. En okkur vantar fólk sem kann að stjórna þessari örþjóð rétt... Það gæti orðið erfitt. En fólk með staura í augunum sér þetta ekki. Hefur engann samanburð. Ég flutti hingað heim fyrir 4 árum. ÞVÍLÍKT FRELSI   Það er bannað að redda hlutum í evrópulögum!!!   Passaðu þig á fullyrðingum nema að þú hafir upplifað sjálfur það sem þú fullyrðir

anna (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 21:28

4 identicon

..auðvitað átti að standa örþjóð þarna.

anna (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 21:30

5 identicon

Gnægt höfum við af auðlindum,tel að þú vitir það. Gnægt höfum við af gjöfulum fiskimiðum,tel að þú vitir það. Gnægt höfum við og eigum af ungu vel menntuðu fólki,tel að þú vitir það,ogsvo framvegis og fleira og fleira. Ef jöfnuði verður komið á hér á landi,einsog til dæmis að kvótaræningjarnir skili til baka því sem að þeir hafa fengið uppí hendurnar fyrir ekki neitt,skili til þjóðarinnar því sem hún á.  Það má vel byggja upp og gera aftur ÖLL byggðarlög landsins eftirsóknarverð líkt og þaug voru áður en kvótakerfinu var skellt á. Déskotans ræningjalýður fór hamförum með aðstoð spilltra embættismanna í þeirri rányrkju sem kvótaþjófnaðurinn var og er. Ekki halda það Guðlaugur að eitthvað lagist við það að ganga inní þetta Hryðjuverkabandalag sem E S B er. Hér á Íslandi þarf að eiga sér stað ALGJÖR hreinsun,þó það þurfi blóðuga byltingu til,tilbúin er ég í það. ALGJÖRA úthreinsun þarf hér á landi,það má taka þessar stolnu eignir sem búið er að ræna af þjóðinni eignarnámi,  ÞJÓÐIN KVÓTAN.

n (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 21:35

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er rétt hjá Guðlaugi. Það er að segja, ef við segjum já við Icesave, hennar Jóhönnu. Hvað lýðræðið varðar er nú ekki svaravert, og ákvörðunar rétturinn innan ESB, húrra 0,01%!!  Til hamingju" Guðlaugur!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.3.2011 kl. 00:27

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Anna það er ekki hægt að meta ESB með því að hafa búið í einu af ríkjunum þar. Ísland er örríki og getur ekki staðið utan samstarfs annara þjóða. Norðurlandaráð er að lognast útaf og EFTA er vanmáttugt þó svo Norðmenn séu meðlimir. Ísland verður að fara í ESB samstarf til þess eins að viðhalda auðlindum sínum í okkar eigu og ekki síst hafa yfirráð yfir þeim.

N. Það er eitt sem hefur vakið ugg hjá mér en það er að þorskkvótinn var um 370 þúsund tonn þegar kvótinn var settur á en er í dag aðeins 120 þúsund. Spurningin mín til þín er þessi: Hvar eru þessi 250 þúsund tonn sem átti að vernda?

Eyjólfur þegar Ísland gengur í ESB þá verða þeir um 0.00066% af ESB en hafa ákvörðunarrétt sem svara til 0.01%.

Guðlaugur Hermannsson, 7.3.2011 kl. 09:57

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Guðlaugur er alveg með á nótunum. Ekki spurning að Íslendingar eiga að sækja um af heilum hug og sjá síðan hverju það skilar. Það er ekki hægt að afgreiða ESB umræðuna með því að stinga höfðinu í sandinn einsog Bændaforystan gerir.

Gísli Ingvarsson, 9.3.2011 kl. 12:05

9 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Gísli þetta er rétt hjá þér. Það er eins og menn vilja viðhalda pólitískri spillingu með því að halda okkur utan alls samfélags heimsins. Ísland fer í ESB það er næsta víst. Ef okkur líkar ekki í ESB þá förum við bara út úr því aftur. Svo einfalt er það nú.

Guðlaugur Hermannsson, 9.3.2011 kl. 12:55

10 identicon

Nei heyrið nú hvaða bull bull bull bull er þarna í gangi hjá þér Guðlaugur ,heldurðu virkilega að við getum bara gengið útur ESB ef við verðum ekki ánægð með það.' ? ? ? ? Heldurðu að þetta sé svona einfalt,ertu ekki í lagi maður. Hryðjuverkabandalagið Evrópusambandið virkar ekki svona.  ESB  GLEYPIR  okkur og engin undankoma er úr svona bandalagi.      N E I  við ICESAVE 9,Apríl  ekki gleyma því.

Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 13:52

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Númi.. Ég skal segja Nei við Icesave ef þú segir þá Já við ESB fyrir mig í staðin? Samkomulag?

Guðlaugur Hermannsson, 9.3.2011 kl. 14:07

12 identicon

        N E I  ICESAVE    N  E  I    ESB

Númi (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 21:51

13 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Númi sástu forsíðu Fréttablaðsins í gær? Þar stendur að ESB sé að breyta reglum varðandi ákvörðunar um nýtingu staðbundinna stofna í þá veru að heimaríki ákveði einhliða kvóta fyrir lokal útgerðir.

Þetta þýðir að þú getur nú samþykkt inngöngu okkar í ESB.

Guðlaugur Hermannsson, 12.3.2011 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband