25.2.2011 | 17:13
Kvenmaður og karlmaður geta átt barn saman, svo einfalt er það nú.
Þeir sem eiga rétt á fæðingarorlofi samkvæt lögunum er faðir barnsins og móðir barnsins. Þessi lög ná ekki yfir sambýliskonu/eiginkonu móður barnsins og því síður til sambýlismann/eiginmann barnsföðursins.
Það er því fullkomlega eðlilegt að hafa þetta svona áfram. Ef bæði Móðir og faðir eiga að fá greitt út úr fæðingarorlofssjóði þá verður blóðfaðir og blóðmóðir að sækja um þennan styrk og er þeim þá í sjálvald sett hverning þau ráðstafa fæðingarstyrknum. Það má því segja að blóðbarnsfaðir Lesbíu getur framselt styrk sinn til sambýliskonu hennar ef honum sýnist svo.
Lesbíum gert að fylla út umsóknir sem karlmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sem betur fer ekki rétt hjá þér.
Ef tveir karlmenn eða tvær konur ættleiða barn saman eru báðir aðilar foreldrar barnsins skv. lögum og hafa báðir sama rétt til fæðingarorlofs.
Stjörnupenni, 25.2.2011 kl. 18:01
Ættleiðing er ekki sama og fæðing. Móðir þarf að vera hjá barni sínu lungann úr fyrstu 9 mánuðum í lífi barnsins. Hún fær fæðingarorlof með réttu. Ættleiðing getur ekki átt sér stað nema ættleiðingarforeldrið geti sýnt fram á framfæslu barnsins og er ég viss um að það er ekki gengið út frá fæðingarorlofstekjunum. Foreldrar barna eiga rétt á fæðingarorlofi, svo einfalt er nú það.
Hver er munurinn á staðgöngumóðir og "staðgöngu" faðir? Feministar fordæma staðgöngumæðrun. Hvað með blóðfeðurna?
Guðlaugur Hermannsson, 25.2.2011 kl. 18:12
Mér er alveg sama hvað þitt álit á ættleiðingum. Menn og konur sem ættleiða börn teljast vera foreldrar barnsins og eiga rétt á fæðingarorlofi.
Svo er ekkert til sem heitir staðgöngufaðir. Þú átt væntanlega við sæðisgjafa sem ljúka yfirleitt sínu hlutverki þegar þeir gefa sæðið.
Stjörnupenni, 25.2.2011 kl. 19:27
Vinnumálastofnun er einfaldlega eftir á. Það er búið að leyfa ættleiðingar fyrir samkynhneigða, og samkynhneigt par GETUR löglega orðið foreldrar barns, rétt eins og gagnkynhneigt par. Eiga kannski blóðforeldrar ættleiddra barna að sækja um fæðingarorlof, ef hvorugt stjúpforeldrið er skylt barninu blóðböndum?
Ég sé ekki að það eigi að vera mikið mál að útbúa umsóknareyðublað sem tekur ekki tillit til kyns umsækjanda, svo lengi sem báðir umsækjendur eru skráðir foreldrar barnsins.
Rebekka, 25.2.2011 kl. 22:06
Þurfa þá ekki vera fjögur eyðublöð, eitt fyrir móður, eitt fyrir föður, eitt fyrir homma, eitt fyrir lesbíu???
Björn Ingi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 22:18
Nei, Björn Ingi.
Bara eitt eyðublað... fyrir foreldra.
Stjörnupenni, 25.2.2011 kl. 23:16
sama hvað allir segja staðreindin er að barn á tvo foreldra sæðis gjafan og egg gjafan það eru foreldrar aðrir eru uppalendur hvort sem það eru staðgöngu móðir og staðgöngufaðir staðgöngu faðir sem er kanski lesbía á að semja við blóðfaðirinn um að afsala sér fæðingarorlofinu ,þvi ef allt er í lagi með hennar lífæri sem eru eggjastokkar og egg þá getur hún orðið móðir eins og náttúran ætlast til ,tel að lessur og hommar verði að sætta sig við lögmál náttúrunna eins og við gagnkynneigðu gerum ég er 4 barna faðir og sætti mig við að vera faðir er ekki að sækjast eftir að vera móðir , og gott fyrir þetta fólk að virða rétt barnanna sem er að þau eiga blóðmóðir og blóðfaðir tel að eigi að setja skýrar reglur um rétt barna að fá upplýsingar um blóðfaðir og blóðmóður , því að börn verða fullorðið fólk og eru engir asnar og mörg dæmi er um að einstaklingar eyða allri sinni æfi að leita að blóðforeldrum sínum ,
börn eru ekki gæludýr heldur eistaklingar sem komast til vits og ára og gott um það , er ekki á móti að samkynhneigðir ali upp börn þeir verða að virða rétt barnsins að það á blóð faðir og blóð móður ,ef annar samkynhneigði er blóðforeldri þá er hinn kjörforeldri ........ barnið á að hafa forgang það er ekki gæludýr
bpm (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 08:48
Bmp thetta er gódur punktur hjá thèr. Börnin eru ekki gæludyr.
Guðlaugur Hermannsson, 26.2.2011 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.