24.2.2011 | 07:50
Verðtryggjum laun aftur. Nú er lag að vísitölutengja laun.
ASI ætti að einbeita sér að verðtryggingu launa. Ef laun hefðpu verið verðtryggð fyrir hrun þá væri ekki eignanám hjá launþegum á launum þeirra.
Það á að vera krafa launþega að verðgildi launa frá 2007 verði náð í þessum samningum ásamt verðtryggingu.
Icesave hefur áhrif á samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er í raun sára einfalt.
1. Hækkun lægstu launa í neðri neysluviðmið.
2. Annaðhvort afdráttarlaus krafa um afnám verðtryggingar með öllu, ellegar verðtryggingu launa.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 08:38
Sammála.
Guðlaugur Hermannsson, 24.2.2011 kl. 08:40
Við viljum verðtrygginguna af lánum, er þá ekki svolítið ankannalegt að vilja verðtryggingu á laun????? Það eina sem er raunhæft núna er að verðtrygging verði tekin af lánum og lægstu laun verði mannsæmandi, sé markaðurinn látinn ráða þá fylgjast verðlag og laun að en með svona "handstýringu",eins og verið hefur (eitt verðtryggt og annað ekki) þá verður alltaf ójafnvægi.
Jóhann Elíasson, 24.2.2011 kl. 10:02
Sæll Jóhann. Þetta með verðtryggingu launa er aðeins ef annað verður verðtryggt áfram. Ég sé ekki ríkisstjórnina taka þetta af í bráð. Nú í dag er rétti tíminn.
Guðlaugur Hermannsson, 24.2.2011 kl. 10:05
Fyrirgefðu Guðlaugur ég hef misskilið þig.
Jóhann Elíasson, 24.2.2011 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.