23.2.2011 | 10:28
Rofnar kröfuréttur innistæðueigenda við móttöku á greiðslu frá ríkjunum tveim, Bretum og Hollendingum?
Getur verið að kröfuréttur innistæðueigenda rofni þegar ríkin tvö greiða lámarks innistæðu í þeirra löndum? Ef svo er þá verður á brattan að sækja hjá Bretum og Hollendingum. Þessi tvö ríki greiddu alla upphæðina sem þeir venjulega greiða við hrun banka sem er töluvert hærri en lámarksupphæð ESB tilskipunarinnar sem er 20.000.
Með því að greiða hærri upphæð en lámark þá eru þessar þjóðir að taka á sig skuldbyndingu sem þeir hefðu þurft að taka á sig ef Landsbankinn væri skráður í London en ekki á Íslandi.
Ég tel að með því að greiða þessa lámarkstryggingu til þegna sinna eru þeir að viðurkenna bótarétt sinna þegna á þeirra hendur.
Ég tel að eftirlitsstofnanir þessara ríkja séu ábyrgar fyrir þessu klúðri Sigurjóns snillings. Þeim bar að hafa allt á hreinu með ábyrgðartryggingasjóðinn og greiðslugetu hans á hverjum tíma. Ökumenn eru sektaðir fyrir að kaupa ekki lögboðna ábyrgðartryggingu á bíla sína.
Ég ætla að segja NEI við Icesavelögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrirhuguðu.
Þetta með að kjósa eigi til stjórnlagaþings samfara icesavelögunum þá vil ég nota tækifærið og benda á að þetta eru ekki kosningar heldur þjóðaratkvæðagreiðsla. Það þýðir það einfaldlega að það er ekki erið að kjósa heldu greiða atkvæði með eða móti.
Dómur EFTA-dómstólsins ekki aðfararhæfur hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.