Á þessu svæði er ýsuseyðum mokað upp með loðnunni.

Það fer að verða dýrt hvert tonn af veiddri loðnu við Íslandsstrendur ef stórum hluta ýsuseyðanna er dælt um borð í loðnubátanna.

Miðin kringum Eldey eru uppeldisstöðvar margra fiskistofna en mest er þó af ýsu þar.

Við stefnum í sömu mistök og Danir gerðu þegar þeir veiddu sandsíli í Norðursjó í milljónum tonna. Þeir hættu ekki fyrr en þeir höfðu eytt upp öllum sandsílisstofninum og í kjölfarið þorskstofninum þar.

Stoppum loðnuveiðar fyrir fullt og allt.


mbl.is Leita loðnu undan Herdísarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er nóg til af ýsu - það þarf bara að auk ýsukvótann - það er það eina sem vantar i ýsuna.

Þú færð ekkert meiri ýsuveiðar þó hætt verði að drepa nokkur ýsuseiði þarna.... skoða  www.kristinnp.blog.is  og lestu þá færslu vel nokkrum sinnum - þá ertu með gögn til að meta þetta úr frá.  Öll gögnin þar (myndir) eru gerð eftir gögnum Hafró. kv. KP

Kristinn Pétursson, 13.2.2011 kl. 10:14

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég hef treyst á HAFRÓ í 40 ár en nú ber ég ekki lengur traust til þeirra. Af hverju ekki? Af því að allir fiskistofnar eru að hverfa smátt og smátt vegna geingdarlausrar veiði á loðnu síðan 1975.

Guðlaugur Hermannsson, 13.2.2011 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband