Það er með ólíkindum að þú Jón Bjarnason standir í veginum fyrir framförum íslenskrar þjóðar. Sýndu sóma þinn og segðu af þér ráðherraembættinu. Þú yrðir meiri maður fyrir.
Vilji Alþingis skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áður en þú segir eitthvað sem þú getur ekki staðið við eða tala af fullkomnu þekkingarleysi, skaltu athuga það að ALÞINGI SAMÞYKKTI EINUNGIS AÐ SENDA INN UMSÓKN UM AÐILD AÐ ESB EN EKKI FÓLST Í ÞVÍ AÐLÖGUN. Svo að það er hægt að segja að Jón Bjarnason sé EINI RÁÐHERRANN SEM LÝTUR VILJA ALÞINGIS.
Jóhann Elíasson, 20.1.2011 kl. 14:37
Guðlaugur, þú ert bara illa staddur sjálfur í þínu rakalausa, óþjóðholla fylgi við innlimun í stórveldi sem myndi hrifsa af okkur allt æðsta löggjafarvald og flytja það í ESB-valdastofnanir, einkum ráðherraráðið í Brussel, þar sem við hefðum ekki einu sinni vald yfir einu pró mill af atkvæðavæginu.
Jón Valur Jensson, 20.1.2011 kl. 14:52
Þið eruð með hræðsluáróður sem er ekki að virka. Hvaða lönd innan ESB vilja út aftur? Reynið að vera málefnalegir í ykkar rökræðum.
Guðlaugur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 15:01
Þau geta ekki farið út aftur. Þó myndi ekkert halda aftur af risunum að fara þaðan út, ef þeir vildu. Risum halda engin bönd. Það er staðreynd, að allt æðsta löggjafarvaldið myndi ESB hrifsa af okkur – smelltu á tengilinn í fyrra innleggi mínu, og láttu sannfærast.
Jón Valur Jensson, 20.1.2011 kl. 16:43
Sýndu mér fram á hvað er ómálefnalegt í minni færslu..........
Jóhann Elíasson, 20.1.2011 kl. 17:20
EES er aðlögunarferill að vissu marki. EES var upphaflega hugsað sem stökkpallur inn í ESB. Þessi umsókn er umsókn um aðild en ekki aðlögunarferill.
Guðlaugur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 17:29
Það er greinilegt að það eru ekki allir sammála um hvað EES er en ég nenni ekki að þrátta um það. Það er ágætt að þú skulir viðurkenna hvers eðlis umsóknin um aðild að ESB er en þú hefur ekki svarað mér enn og með rökum hvað sé ómálefnalegt í minni athugasemd.
Jóhann Elíasson, 20.1.2011 kl. 17:48
Frændi - lýsi yfir vonbrigðum með skoðun þína. Áfram Ísland án ESB.
Guð blessi og varðveiti okkur öll.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.1.2011 kl. 19:45
Jóhann. Þú segir: ALÞINGI SAMÞYKKTI EINUNGIS AÐ SENDA INN UMSÓKN UM AÐILD AÐ ESB. Það er alveg rétt hjá þér. Það sem er í gangi núna er að við erum í umsóknarferli núna en ekki í aðlögunarferæli eins og þú fullyrðir. Það er ómálefnalegt af þinni hálfu að halda því fram að við séum í aðlögunargerli en ekki í umsóknarferli eins og Alþingi samþykkti.
Guðlaugur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 13:28
Að hvaða leiti er það ómálefnalegt??????????????
Jóhann Elíasson, 22.1.2011 kl. 14:03
Við erum í aðlögunarferli, en ekki í viðræðuferli, eins og látið var í veðri vaka!
Guðlaugur, ég bendi þér á orð Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings um fylgi stjórnmálaflokkanna í þessari frétt á Vísi.is: Stjórnmálafræðingur: Fylgið rennur af VG, en þar segir hún:
„Við erum að tala um [að] kannski 25% eða minna af Íslendingum styðja þessa ríkisstjórnarflokka. Það segir sig sjálft að slík ríkisstjórn hefur ekki mikið umboð."
Ríkisstjórnar-þingmenn HÖFNUÐU því að láta bera umsóknina undir landsmenn, FELLDU þá tillögu, á sama tíma og um 70% landsmanna vildu þjóðaratvæðagreiðslu um umsóknina sjálfa.
Jón Valur Jensson, 22.1.2011 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.