Étum ekki útsæðið. Stöðvum loðnuveiðar strax.

Við erum að ganga á lífríkið með þessari gengdarlausu ofveiði á loðnustofninum.

Loðnan er undistöðufæða bolfiskstofnanna. Árið 1967 kláruðum við síldina með ofveiði, þá fórum við að veiða loðnu upp úr 1974 sem olli hruni á þorskstofninum. Ofveiði á loðnu varð þess valdandi að við urðum að gefa út kvóta á bolfiskistofnanna til að vernda þá. Allar götur síðan 1984 hafa fiskistofnarnir minnkað árlega og er svo komið að síðasta úthlutun var rúm hundrað þúsund tonn. Hér áður fyrr þegar erlendir togarar voru hér við land við veiðar þá var lámarks afli yfir 400 þúsund tonn og jafnvel meiri, en ekki gekk á stofninn þá. Hvað olli því? Það var nægt æti í sjónum og Þorskurinn dafnaði og hélt sér á Íslandsmiðum. Nú í dag er þorskstofninn aðeins brot af því sem hann var fyrir 1970.

Danir veiddu ógrynni af sandsíli í Norðursjó í áraraðir og upp úr 1990 fór að halla undan fæti í þessum veiðum. Sandsílastofninn þurrkaðist út og sömuleiðis þorskstofninn og við það lagðist fiskvinnnsla að mestu leiti niður á vesturströnd Jótlands. Í dag er nánast engin bolfiskafli sem berst á land þar.

Stoppum loðnuveiðar strax. Leyfum loðnunni að njóta vafans.


mbl.is Loðnugöngur hafa verið kortlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband