Þetta er frábær lausn. Skattleggjum lífeyrissparnað við öflun tekna.

Þegar greiðsla í lífeyrissjóð er skattlögð strax, þá er minni möguleiki á því að ríkið verði af skatttekjum þegar lífeyrissjóðir tapa lífeyri sjóðsfélaga allt upp í 700 milljarða. Af þessari upphæð hefði ríkið fengið 250 milljarða í skatt. Þessir 250 milljarðar eru glataðir og koma aldrei til baka og því síður 450 milljarðarnir til lífeyrissjóðsfélaganna.
mbl.is Vilja lækka skatta um 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég get að vissu leyti tekið undir það,að skattleggja inngreiðslur.En fyrirvari er samt á því,að ekki verði um tvísköttun um að ræða.

Á árunum 1988- 1994 var inngreiðslur skattlagðar,en launþegar voru skattlagðir líka við útgreiðslur.Það tók 7 ár að lagfæra þetta.Ég tók saman hverjur greiðslur voru,sem sjómenn urðu að greiða í innskatt á þessu tímabili.En þá var Lífeyrissjóður sjómanna sjálfstæður.En upphæðin var 1,4 milljarður þá á ég við einungis hlut sjómanna ,sem var 4% af launum.,en við útgreiðslur þarf að greiða skatt,og ekkert tekið tillit til greiðslur á innskatti.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.12.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband