15.12.2010 | 18:10
Gerum Sólheima að þorpi með stöðu fríríkis.
Með því að gera Sólheima að fríríki er hægt að fá gott fólk til starfa með íbúunum á grundvelli sjálfbærnis. Það er hægt að gera Sólheima að framleiðslusamfélagi eins og það er nú í dag. Með þessu formi er hægt að auka framleiðsluna til muna og skapa afkomu fyrir íbúanna svo þeir geti vel við unað. Skattar yrðu eins og hjá öllum öðrum en útsvar væri ekki í þessu fríríki. Þetta þýðir þá að allir eru á launum hjá framleiðslufyrirtækinu og er afkoman á ábyrgð þeirra sem stjórna samfélaginu. Þetta hljómar kanski eins og draumaríki kommúnismans eða er það svo? Þetta er frekar eins og samyrkjubú.
"Starfsfólk" sem kæmi inn í búskapinn gæti stuðlað að lífvænlegri afkomu allra. Þetta er þvílíkt frábært svæði til ræktunar og ferðaþjónustu sem gæti gefið af sér næg laun til allra sem viðbót við örorkubætur vistmanna og verðandi íbúa nýja þorpsins.
Í dag eru margir "starfsmenn" á Sólheimum sem fá greidd laun frá ríkinu og skapa ekki verðmæti á svæðinu. Ég gat ekki betur séð en að einn vistmannanna vann aleinn baki brotnu í gróðurhúsinu í heimildarmyndinni sem sýnd var í sjónvarpinu um daginn.
Ég styð Sólheima og mun gera allt sem ég get til að koma í veg fyrir lokun þessa frábæra stað. Ef framkvæmdastjórnin getur ekki rekið Sólheima eiga þeir að segja af sér og láta annað fólk taka við sem geta komið þessu samfélagi á rétta braut.
Ákvörðun Sólheima kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.