Hvergi minnst á vexti í EES samningnum. Icesave skuldin er aðeins höfuðstóll.

Það er hvergi minnst á vexti í EES samningnum vegna skuldbindingar tryggingasjóðs innistæðueigenda.

Það sem er að núna er það að neyðarlögin sem sett voru eru líklegast brot á jafnræðisreglunni. Innlendir innlánseigendur fengu ríkistryggingu á allri inneign sinni en erlendir innlánseigendur fengu aðeins lámarks tryggingu. Þetta gæti kostað okkur meira en við getum staðið undir.

Þeir sem áttu "inneignir í formi fasteigna" voru ekki tryggðir af ríkisstjórninni eins og innlánseigendur. Þetta gæti kostað málaferli eins og þeir erlendu innlánseigendur eru að fara í gang með, fljótlega að mér skilst.

Jafnræðis hefur ekki verið gætt frá því að hrunið varð í okt 2008.


mbl.is Funduðu um þinglega meðferð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Séu engir vextir á endurgreiddri upphæð er hún í raun með framreiknuðu tapi og slíkt má ekki heldur skv regluverki ESB.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 17:31

2 Smámynd: Elle_

Allir útreikningar og vextir á fjárkúgun, skuld sem við skuldum ekki, skipta bara ekki nokkru máli, Gunnlaugur, og koma okkur ekkert við.  Geturðu ekki fariið að skilja að ICESAVE er ekki okkar skuld?

Elle_, 13.12.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gunnlaugur - fyrst þú-þið eruð svona áfjáðir í að  greiða   skuldir annara - er þá ekki upplagt að þið auglýsið það og hjálpið fólkinu sem er að missa húsnæði sitt?

Icesave er ekki okkar mál.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.12.2010 kl. 02:49

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta snýst um hámarks upphæð sem er 20.300€. Vextir eru inni í þeirri upphæð ef þeir eru inn í myndinni. Það er einungis sagt að hámarks upphæð sé 20.300€ ef um vaxtagreiðslu væri um að ræða þá hefði það verið tekið með inn í tilskipunina hjá ESB. Það er ekki gert og ekki heldur rætt um hámarks tíma sem má líða frá því að krafan verður til og þar til greitt er. Ríkissjóður fær ekki vexti á kröfu í þrotabú LÍ. Með því að krefjast vaxtagreiðslu í samningunum um Icesave er mismunun.

Guðlaugur Hermannsson, 14.12.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband