Löggilding endurskoðenda fellst í áreiðanleikakönnun þeirra á stöðu fyrirtækjanna.

Löggildur endurskoðandi verður að gera áreiðanleikakönnun á öllum atriðum varðandi reksturinn áður en hann skrifar undir. Með undirskriftinni eru þeir að leggja blessun sína yfir stöðuna.

Ef endurskoðandi skrifar upp á ársreikning fyrirtækis án áreiðanleikakönnunar er hann að brjóta reglur um endurskoðun. Endurskoðendur geta ekki treyst á fullyrðingar stjórnenda um stöðu fyrirtækja ef svo væri þá þyrfti ekki endurskoðendur.


mbl.is PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Þór Karlsson

Alveg sammála þér þarna en spurningin er hins vegar hvort sá möguleiki er fyrir hendi að erfitt eða ómögulegt hafi verið fyrir PWC að sjá hvort reksturinn væri í lagi, einfaldlega vegna þess að stjórnendur bankanna hreinlega földu svikamylluna í efnahags- og rekstrarreikningunum.

Það verður allavega spennandi að sjá hvað kemur út úr þessum málaferlum en bankarnir hljóta eftir sem áður að bera höfuð ábyrgð á þessum svarta kafla í sögu lands og þjóðar.

Trausti Þór Karlsson, 13.12.2010 kl. 16:18

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er ekki erfitt að sjá að það voru engar tryggingar fyrir miljarða lánum og lántakendur voru tengdir aðilar og tóku um 53% af öllum útlánum bankanna. Er þetta endurskoðun?

Vörumerki PWC ætti að vera aparnir þrír sem halda fyrir augu, eyru og munn.

Guðlaugur Hermannsson, 13.12.2010 kl. 16:23

3 identicon

P(WC) hafði einmitt haft gögn sem bentu til þess að ekki væri allt með felldu. Menn skrifa bara ekki undir hvað sem er... nema menn séu fávitar eða glæpamenn.

En endilega P(WC), tala sig meira ofan í gröfina

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 16:46

4 identicon

innilega sammála.

Ef endurskoðendur bera ekki ábyrgð á að reikningar fyrirtækja séu réttir, þá til hvers eru þeir ?

Bara til að kvitta á það sem einhver gutti segir við þá, og taka við greiðslu ?

Varla...... Þeir eru ábyrgir ! annars óþarfir.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband