11.12.2010 | 11:56
Forsetinn hefur ekki samþykkt þennan nýja samning.
Krafan er: vaxtalausan samning við Breta og Hollendinga. Ekkert annað kemur til greina.
Innlánsreikningseigendur í Hollandi og Bretlandi eiga ekki kröfu á vexti á biðtímanum frekar en ríkið. Krafa Hollendinga og Breta er að fá greidda lámarksupphæðina 20.300. Þetta er samkvæmt ábyrgð tryggingasjóð en ekkert er minnst á vaxtagreiðslur á biðtímanum. Eina sem stendur upp úr er lámarksupphæðin. Ef eignasafn LÍ er minna en 20300 per reikning þá ber ríkinu (sumir halda því frama að það sé ekki) að greiða mismuninn en enga vexti.
Ef þessi samningur verður samþykktur þá erum við að taka á okkur 50 milljarða kostnað sem ekki er hægt að réttlæta á nokkurn hátt.
Samningur við Breta og Hollendinga á að hljóða upp á loforð um greiðslu þeirrar fjárhæðar sem upp á vantar og ekki krónu meir. Vextir eru því ekki inn í myndinni.
Úrslitaatriði að fá Buchheit að borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.