Samkomulag um ekki neitt. Það er búið að afskrifa umfram verðmæti veða.

Það er ekkert nýtt í þessu máli. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús. Það er undarlegt að þeir stjórnendur lífeyrissjóðanna sem réðu ríkjum í hruninu eru enn starfandi fyrir þá.

Það hefur ekkert breitt stöðu sjóðanna frá hruninu því að þeir hafa afskrifað allar veðlausu kröfurnar sem eru í útlánum til sjóðsfélaga. Þetta er ein leiksýningin enn og á að líta út fyrir að skussarnir sem settu sjóðina nánast í þrot séu bjargvættir og fá þá að starfa lengur í þágu sjóðsfélaga.

Það sem þarf að gera núna er að hreinsa út skussaliðið og ráða fagmenn í staðinn til að stjórna þessum sjóðum.


mbl.is Rætt um verulegar afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Nú?  það hefur enginn afskrifað krónu af 180% veðinu mínu þrátt fyrir að ég hafi reynt ýmislegt til að fá það gert. 

Óskar, 3.12.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta átti nú að vera: í bókhaldi lífeyrissjóðanna". Þess vegna er hægt að afskrifa fyrir þá sem eru með yfir 70% veðsetningu af markaðsverði.

Guðlaugur Hermannsson, 3.12.2010 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband