Lausnin er fólgin í eignasafni Landsbankans sem er yfir 90% af skuldinni.

Það er varasamt að básúna um Icesave eins og við munum borga það að fullu. Það eru til fjármunir í eignasafni þrotabús Landsbankans sem nægja fyrir nánast allri skuldinni. Við skuldum ekki Icesave.
mbl.is Lausn Icesave fyrir lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég held að þetta sé nokkuð rétt hjá þér Guðlaugur. Þó við mörg höfum bloggað hart á móti Icesave að þá hefur það mál þokast til betri vegar.

Það er líka ákveðin styrkleiki sem felst í því að geta samið við aðrar þjóðir. Ekki veitir okkur af.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 18:50

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já blogg okkar borgaði sig!

Sigurður Haraldsson, 2.11.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Jafnvel þótt hver einasta króna yrði greidd með eignum Landsbankans myndu gríðarlegar fjárhæðir falla á íslenska skattgreiðendur samkvæmt samningnum.

Ríkisábyrgðin gengur út á vaxtaberandi lán frá Bretum og Hollendingum til tryggingar skuldinni. Vextirnir gætu orðið 230.000 milljónir þótt ekki þyrfti að greiða eina einustu krónu af höfuðstólnum. Hefði samningurinn verið samþykktur væri hann núna að bera 100 milljónir á dag í vexti.

Haraldur Hansson, 2.11.2010 kl. 19:21

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það verður aldrei skrifað undir SAMNING af hálfu kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin sem setja þarf á Alþingi. Þannig að það er sama hvað stjórnvöld aðhafast þau eru ekki með umboð frá kjósendum til að semja um eitt né neitt.

Þetta mál er einfalt og augljóst.

Guðlaugur Hermannsson, 2.11.2010 kl. 19:46

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mitt hugboð er að þetta fari svolítið eftir afstöðu forsetans.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 20:05

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég er sammála thér. Hann hefur gefid tóninn.

Guðlaugur Hermannsson, 2.11.2010 kl. 20:29

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ríkisstjórnir eru ábyrgðarlausar varðandi stjórnarathafnir. Og við kjósendur getum þanið okkur að vild en á okkur verður ekkert mark tekið. Íslendingar gátu losnað við Icesave skuldina fyrir 40 milljarða helgina sem hrun bankanna varð staðreynd en því var hafnað.

Ég sé ekki betur en að fjöldi íslenskra kjósenda trúi því að lífið hefjist ekki á ný á fyrr en sjálfstæðismenn með Davíð Oddsson í fylkingarbrjósti taki þjóðina í sinn náðarfaðm og beri hana út í sólskinið. Svo bara græðum við á daginn og grillum á kvöldin.

Í sannleika sagt þá eigum við engan marktækan pólitíkus í dag. Nákvæmlega engan. Og ekki nema örfáa kjósendur sem er treystandi fyrir kjörseðli.

Árni Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 20:40

8 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Árni. Verum bjartsýnir. Nýja stjórnarskráin mun kveða á um það að hver og einn geti aðeins setið 2 kjörtímabil í röð á Alþingi en með því er meiri möguleiki á endurnýjun í þingheimi.

Guðlaugur Hermannsson, 2.11.2010 kl. 21:55

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi

Sammála þér loksins, loksins.   Björgólfur Thor  getur svo borgað afganginn því það er hann og hans fyrirtæki sem skulda Icesave en ekki íslenska þjóðin. það virðist vera að hann eigi nóg af peningum erlendis. það gengur alltof hægt að rannsaka gjörðir hans og annarra Útrásavíkinga.

Árni - ég held að þjóðin sé búin að fá uppí kok af fjórflokknum. Allir hafa þeir brugðist.

Frændi ertu í kjöri fyrir stjórnlagaþing?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.11.2010 kl. 01:24

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl hlustið á Rósu og þá sjáið þið hver hugur okkar gagnvart þessu landráðapakki er!

Sigurður Haraldsson, 3.11.2010 kl. 10:11

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæl frænka. Nei ég er ekki í kjöri fyrir stjórnlagaþing. Ég mun ekki taka þátt í þeirri kosningu heldur.

Varðandi Icesave, við eigum ekki að borga vexti af skuld sem ekki er réttmæt vegna þess eins að kröfuréttur ef hann er fyrir hendi í þessu máli er ekki framseljanlegur við það eitt að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi greiði kröfu innistæðueigenda.

Það er ekki réttmæt krafa á hendur okkur. Engar vaxtagreiðslur til Breta og Hollendinga af okkar hálfu.

Guðlaugur Hermannsson, 3.11.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband