Að geta pissað standandi eða bara sitjandi er ekki mælikvarði á hæfni fólks til setu í stjórnum.

Það er merkilegt að í dag 2010 eru við að setja 50/50 reglur um kyn fólks til setu í stjórnum. Með þessu erum við að vinna gegn þeim öflum sem skapa okkur hæfasta fólkið í hvert starf.
Í Danmörk hefur verið sett í lög að jafnt kynjahlutfall verði að vera í stjórnum og ráðum þar í landi. Stærsti vandinn er ekki að finna hæft fólk heldur er hæfara fólk haldið frá vegna þessa fáránlegu reglu. Vandræði Dana við skipan í ráð og stjórnir er sú að það er ekki alltaf nægilegt framboð af færum aðilum af öðru hvoru kyninu. Þetta bíður upp á ráðningu vanhæfari aðila en völ er á vegna kynferðis.
Það er spurning hvort þetta endi ekki með því að ekki meigi vera nema 1/4 dökkhærðra, 1/4 ljóshærðra, 1/4 rauðhærðra og rest skollóttir.
Er enginn sem sér hve mikil vitleysa þetta er? Ég væri fullkomlega sáttur við stjórn sem væri mönnuð þeim færustu sem völ er á þó svo að það væru allt konur. Konur eru að eyðileggja fyrir sjálfum sér með þessum kröfum en ekki bæta hag sinn. Með þessu móti verður trúverðugleikinn afar rýr.
Kjósum hæfasta fólkið en ekki 50/50 konur og karla.
Það sem þarf er hvatning og stuðningur til handa konum til að bjóða sig fram til starfa á þeim sviðum þar sem hver og ein er hæfust. Með þessu móti náum við jafnræði milli kynja. Það felst ekki jafnrétti í því að stjórnir séu skipaðar einvörðungu konum og körlum að jöfnu. Með þessu erum við að ganga á rétt þeirra sem hæfari eru, hvort sem það er kona eða maður.

mbl.is BSRB með jafnt kynjahlutfall í lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband