19.10.2010 | 16:07
Össur stendur upp úr og sinnir þessari umsókn.
Það er með ólíkindum að ráðherra sjávarútvegsmála er andsnúinn aðild að ESB. Ef eðlilegt væri þá viki hann fyrir öðrum ráðherra sem væri hliðhollur umsókn og þar af leiðandi jákvæður fyrir hagstæðri niðurstöðu fyrir okkur í umsóknarferlinu.
Sagt er að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi hafnað styrkjum frá ESB vegna andstöðu sinnar við inngöngu. Þetta er nánast ógnvekjandi staða og er hugsanlega í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar. Hrun stjórnin kostaði okkur mikla peninga vegna vanhæfi í stjórnun á ríkisbúskapnum en þessi stjórn er að gera sömu mistökin og sú fyrri með því að afþakka fjármagn sem gæti leitt okkur til mun betri samninga ef við nýttum fjármagnið til efla sérfræðisþjónustu við samningagerðina.
Hver gefur ráðherrum vald til að hlunnfara þjóðina með því að afþakka þennan styrk? Ráðherrarnir veikja stöðu okkar gagnvart ESB í samningaviðræðunum. Þetta hefði verið skilgreint sem ráð af eitthverju tagi.
Skiptar skoðanir um ESB komu á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér hefur alltaf þótt vænt um Össur síðan hann kenndi mér líffræði í menntó fyrir langa löngu. Hann var skemmtilegur kennari, en hann kann ekki að vera ráðherra.
Hann hefur hvað eftir annað farið yfir strikið í embættisfærslu sinni. Möltuferðin í fyrravor, ræðan í Stokkhólmi þegar hann afhenti umsóknina og fundurinn í Brussel í haust þegar tveir embættismenn þurftu að leiðrétta draumórana í honum. Þetta eru bara þrjú dæmi, sem hvert um sig væru tilefni til afsagnar í flestum vestrænum ríkjum.
Ef "Össur stendur uppúr" er orðið tímabært að losna við alla ríkisstjórnina. Það er í raun móðgun við fólk með kosningarétt að Össur skuli enn sitja á ráðherrastóli. Hann ætti að snúa sér aftur að kennslu, hann er góður í því.
Haraldur Hansson, 19.10.2010 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.