19.10.2010 | 15:37
Þvílíkt rugl. Er engin takmörk fyrir heimskunni?
Það er búið að leggja fleiri hundruð milljónir í þessa umsókn. Hvaða tilgangi þjónar þessi kosning? Er þetta veik von um að með þessum kosningum væri hægt að slá út af borðinu umsóknarferlinum? Það er meirihluti fyrir umsókninni en ekki er tryggt að meirihluti sé fyrir hendi um inngöngu í ESB. Þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu ætti að vera ásættanleg niðurstaða fyrir alla þegna þessa lands.
Meirihlutinn eða um 80% vill láta reyna á umsókn og fara í samningaferlið og kjósa síðan um niðurstöðuna þegar hún er fengin. Þá kýs hver eftir sinni samfæringu en ekki eftir fyrirfram ákveðnum öfgaskoðunum um "frjálst Ísland"
Þeir sem aðhyllast baráttumál Heimsljóss sem er andstaða við ESB sama hvað er í boði en þeir eru um 10% þjóðarinnar.
Sömu sögu er að segja um stuðningsmenn Sterkara Ísland en þeir vilja ganga inn í ESB sama hvað er í boði en þeir eru um 10% þjóðarinnar.
80% þjóðarinnar er skynsamt fólk sem velur og hafnar eftir eigin niðurstöðu á göllum og kostum við inngöngu í ESB.
Þessi þingsályktunartillaga er því andvana fædd.
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Meirihlutinn eða um 80% vill láta reyna á umsókn og fara í samningaferlið og kjósa síðan um niðurstöðuna þegar hún er fengin. Þá kýs hver eftir sinni samfæringu en ekki eftir fyrirfram ákveðnum öfgaskoðunum um "frjálst Ísland"
Er það svo Guðlaugur? Er ekki meirihluti þjóðarinnar andvígur þessu aðlögunarferli sem við erum nú komin í? Mér þætti allavega alveg þess virði að láta reyna á það áður en meiri fjármunum yrði hent í þessa hít, og sundrung landsmanna yrði meiri.
Sigríður Jósefsdóttir, 19.10.2010 kl. 16:22
Algjörlega sammála þér Sigríður...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 16:57
Sigríður Jónsdóttir. Það er ekkert "aðlögunarferli" í gangi heldur samningaviðræður. Þessir þingmenn eru því að fara rangt með staðreyndir í sjálfu frumvarpinu.
Það var nýlega gerð skoðanakönnum um afstöðu þjóðarinnar til þess hvort hlda ætti umsóknarferlinu áfram og klára það og var niðurstaðan sú að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vilja það. Það er vonandi til merkis um það að meirihluti þjóðarinnar áttar sig á því að fullyrðingin um að eitthvert aðlögunarferli sé í gangi er kjaftæði.
Það verður aðeins fórnað fjármunum fyrir umsóknarferlið ef það verður niðurstaðan að öfgemenn í ráðherrastól ætla að hafna því að ESB greiði kostnaðinn. Reyndar er gert ráð fyrir að íslenska ríkið greiði einn milljarð af fimm en ESB fjóra. Þessir fimm milljarðar fara hins vegar að mestu í að greiða launakostnað íslenskra starfsmanna við þá greiningarvinnu (ekki aðlögun) auk hótelkostnaðar erlendra sérfræðinga á Íslandi og mun þetta því örugglega skapa meiri skatttekjur í ríkiskassan en nemur framlagi Íslands fyrir utan skatttekjur til þeirra sveitafélaga, sem þessir menn búa í. Þetta framlag ESB er algerlega óháð því hvort við að lokum göngum í ESB eða ekki enda skýrt í ESB reglum að slík framlög eru ekki endurkræf ef viðkomandi ríki hafnar aðild þegar upp er staðið. Þetta getur því ekki á nokkurn hátt talist til múta eins og sumir eru að halda fram.
Sigurður M Grétarsson, 19.10.2010 kl. 18:28
Það er alvarlegt mál þegar ráðherrar afþakka styrki sem þjóðin fær til að vinna að samningum um inngöngu í ESB. Rétt er það Sigurður ekki er um aðlögun að ræða hún á sér stað þegar Íslendingar og Evrópubúar hafa greitt atkvæði um inngöngu okkar inn í ESB. Þegar umsókn okkar er samþykkt af okkur og Evrópuríkjunum þá hefst aðlögunarferli okkar fyrst eftir það.
Guðlaugur Hermannsson, 19.10.2010 kl. 18:53
@Sigurður M Grétarsson, við skulum hafa staðreyndir á hreinu: ég er Jósefsdóttir en ekki Jóns. Það má vel vera að þingmenn fari rangt með staðreyndir, en hvað með upplýsingar frá ESB sjálfu:
"First, it is important to underline that the term “negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable."
Þennan texta má sjá hér á bls. 6, hægra megin.
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf
Við skulum svo gera ráð fyrir því að þið séuð á sömu blaðsíðu og ég í orðabókinni, því að í mínum skilningi heitir þetta aðlögun, en ekki "að kíkja í pakkann og sjá hvað við fáum".
Sigríður Jósefsdóttir, 19.10.2010 kl. 23:10
Sæl Sigríður,
Það má vera að við séum í aðlögun þá er það líklegast aðlögun að umsóknarferlinu og samningaviðræðunum. Heimssýn er hræðsluáróðurssamtök og hafa ekkert með skynsemi að gera varðandi umsókn að ESB. Hér er spurning til þín: Af hverju má þjóðin ekki greiða atkvæði um það hvort við eigumn að ganga inn í ESB eða ekki?
Þú og þínir Heimssýnarfélagar eruð með afar veik rök fyrir því að við göngum ekki inn í ESB. Eina raunhæfa staðan í þessu er að ná sem hagstæðustum samningum fyrir okkar hönd og síðan leggja hann fyrir þjóðina til ákvörðunar.
Íslenskur sjávarútvegur þarf ekki að gangast undir sameiginlega fiskveiðistjórnun heldur sameiginlega fiskveiðistefnu sem er fólgin í því að vernda fiskistofna í hafinu. Spurningin er: hefur þessi fiskveiðistefna skilað tilætluðum árangri? Nei ekki hjá ESB né okkur Íslendingum. Íslenskir fiskistofnar hafa rýrnað um 250 þúsund tonn frá því að kvóti var settur á fiskistofnana. Í upphafi kvótans var þorskurinn í 380 þúsund tonnum en er í dag um 130 þúsund tonn. Hvar eru þessi 250 þúsund tonn sem vantar? Ekki er hægt að kalla þetta fiksveiðistjórnun. Sömu sögu er að segja um aðra stofna eins og til að mynda í gær var kolmunakvótinn skorinn niður um 90%. Síldin er einnig lítilfjölleg í dag. Loðnan er nánast horfin ásamt sandsílastofninum. Ýsan er í algeru lámarki eftir veiðar á loðnu á seyðasvæði hennar fyrir sunnan Eldey. Svona má lengi telja.
Hvað er það sem þér hryllir við í sambandi við ESB? Er það velferðin sem inngangan mundi leiða okkur í ásamt hagstæðara fjármálakerfi með Evru? Ég vona að þú sjáir senn ljósið frá ESB og hoppir á vagninn með okkur hinum 80% sem viljum ná fram hagstæðum samningum.
Guðlaugur Hermannsson, 20.10.2010 kl. 05:49
Sæll Guðlaugur. Ekki veit ég hvernig í ósköpunum þér hefur tekist að bendla mig við Heimssýn. Einu tengsl sem ég hef við þann félagsskap er að vera á póstlista hjá þeim. Sem líka má segja um mörg önnur félög. Sú vitneskja sem ég hef um ESB er mest til komin af lestri á efni af þeirra eigin miðlum og úr bæklingum úgefnum af sambandinu. Og satt best að segja líst mér ekki á blikuna. ESB hefur gefið það út að við fáum engann afslátt af fiskveiðistefnu sambandsins. Kjósum við að trúa því? Nei, Össur bablar í fjölmiðlum um varanlegar undanþágur og sérlausnir. Traustvekjandi? Nei takk. Ég gæti tínt til mýmörg svona dæmi. Gallinn við ykkur aðildarsinnana finnst mér í mörgum tilfellum vera, að þið hafið ekki kynnt ykkur málin hjá sambandinu sjálfu (ég er ekki að fullyrða að þú sért endilega í þeim hópi) lesið efni sem er þar til og þá sérstaklega Lissabonsáttmálann. Mér finnst að fólk ætti nú endilega að koma upp úr skotgröfunum, og kynna sér málin með opnum huga. Það tel ég mig hafa gert.
Sigríður Jósefsdóttir, 20.10.2010 kl. 10:07
Sigríður Jósefsdóttir. Þetta eru nákvæmlega sömu skilyrði og þær þjóðir þurftu að uppfylla, sem síðast gengu í ESB. Það segir þvíf ekkert í umræðunni að taka einvhern texta úr einhverjum samþyktum án tengsla hans við aðra texta.
Staðreyndin er að þau skilyrði, sem við þurfum að uppfylla samhliða samningaviðræðum er að gera þarfagreiningu á því hverju þarf að breyta hér áður en við göngum í ESB, gera dagsetta aðgerðaráætlun um það hvenær hvert atriði mun taka gildi og undirbúa stjórnsýslustofnanir okkar undir þær breytingar, sem þarf að gera til að þær standist ESB reglur. Almenn þarf ekkert að þessu að taka gildi fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og mun þá einfaldlega ekki taka gildi ef aðild er hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá því aðild er smþykkt þangað til hún tekur gildi líða allt að tvö ár. Það er á þessum tíma, sem aðlögunin fer fram en ekki núna á meðan samningaviðræðurnar standa yfir.
Einu undantekningarnar frá þessu þar, sem við munum hugsanlega þurfa að hefja breytingar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu eru breytingar, sem taka lengri tíma en þann tíma, sem til stendur að líði frá samþykkt aðldar farm að aðild. Það eru reynar fordæmi fyrir bæði því hjá fyrri aðildarþjóðum að hefja þá ferlið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að því ljúki fyrir aðild eða að samið sé um að það tiltekna atriði þurfi ekki að taka gildi fyrr en eftir einhvern tiltekin tíma eftir aðild. Hvor leiðin er farin fer eftir ýmsu en ég geri ráð fyrir því að aðalatriðið varðandi þau atriði, sem hafin eru fyrir samþykkt séu þá atiriði, sem auðvelt er að bakka út úr ef aðile veður felld.
Hvað fiskveiðistjórnun og undanþágur varðar þá er það svo að það hefur oft gerst í aðildarsamþykktum að samþykkt hefur verið breyting á ESB reglum. Til dæmis var bætt við grein um heimskautalandbúnað við inngöngu Svía og Finna. Hvað fiskveiðistórnunarkerfið ESB varðar þá er það ljóst að miðað við óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi þá mun eina ákvörðunin um fiskveiðar við Ísland, sem fer til Brussel vera ákvörðun um heildarafla úr íslenskum fiskveiðistofnum. Við munum fá allan kvótan enda engir aðrir með veiðireynslu hér og við munum ráða því hvaða útgerðir fá að veiða úr þeim kvóta. Hvað ákvörðunina um heildarafla varðar þá tökum við þá ákvörðun nú út frá ráðleggingum Alþjóðahafrannsóknarstofnunarinnar og það gerir ESB líka. Það breytist því frekar lítið og það er ekkert annað en mýta og hræðsluáróður þegar því er haldið fram að við getum misst einhverjar veiðiheimilsdir til annarra ríkja með því að ganga í ESB.
Sigurður M Grétarsson, 20.10.2010 kl. 17:00
Sæll Sigurður. Takk fyrir greinagóð skrif hér. Ég er sammála þér er varðar islenska fiskveiðistofninn. Þetta er hárrðétt hjá þér.
Guðlaugur Hermannsson, 20.10.2010 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.