Byggðastofnun er í sömu stöðu og áður er varðar tryggingar á lánum.

Byggðastofnun er að fara út fyrir lagaheimildir sínar ef hún er að lána út á "verðmæti" í rækjukvóta. Það er ekki ofsögum sagt að Byggðastofnun er ávalt með vafasamar tryggingar fyrir lánveitingum sínum.

Kvótinn sem er gefin frjáls gæti til að mynda hjálpað öðru fyrirtæki sem skuldar Byggðarstofnun með frjálsum veiðum þess á rækju og þar með lagað stöðu lánveitanda og lántakanda.

Efnahagsreikningur fyrirtækja er aldrei með betri stöðu en raunvirði allra eigna þeirra er hverju sinni. Óveiddur afli í sjó er ekki ávísun á verðmæti nema síður sé. Það kostar peninga að ná í aflann og ekki er söluverðmæti alltaf tryggt. Raunverulegt "verðmæti" afla er það sem verður afgangs sem hagnaður.


mbl.is 700 milljónir á afskriftareikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband