Gott samstarf við Evrópu er fengið með inngöngu í ESB.

Það er gott að vita til þess að Sjálfstæðisflokkurinn er að breyta um stefnu í ESB málum og sjá loksins ljósið í þeim efnum.

Tilvitnun:

Bjarni sagði eftir fundinn: „Mikilvægt var að eiga fund með Cameron og það er nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að eiga í góðu sambandi við leiðtoga annara þjóða,“ Tilvitnun líkur.

Vafalaust er Bjarni að undirstrika þá nauðsyn að við göngum í ESB og þar af leiðandi verðum sterk þjóð meðal þjóða en ekki varnalaus hópur fólks á afskekktri eyju sem er að tapa sjálfstæði sínu vegna bankahruns.

Ég styð allt jákvætt í þessum efnum og vona að við verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga inn í ESB með frábæran samning.


mbl.is Ræddi Icesave við Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru innihaldslausar fullyrðingar hjá þér Guðlaugur minn. Dæmin sanna það í dag hvernig kemur fyrir smáríkjum innan ESB. Írar neyddir til að taka lán til þess eins að setja í neyðarsjóð, peninga sem þeir hafa ekki efni á að láta til ESB. Nú eða þá krafa ESB að Írar bjargi bankakerfi sínu aftur og setji þar inn 5500 miljarða sem þeir ekki eiga og munu lenda á börnum og barnabörnum þeirra að greið. Spánn, Grikkland, Portúgal, Eistrasaltslöndin, Finnland o.fl. lönd í ESB hafa farið mjög illa. Grikkir standa svo illa vegna neikvæðra raunvaxta frá upptöku Evrunar.

Hvað gerist á Íslandi ef við göngum inn í ESB sem á öllu að bjarga? Er það sú staðreynd að 90 prósent af löggjöf okkar mun koma frá embættismönnum í brussel í stað 17 prósent í dag? Er það afsal á ákvörðunarrétti á efnahagslögsununni og mjög líklegt kvótahopp erlendra útgerða? Verður það hundruð ef ekki þúsund milljarða kostnaður fyrir íslensk fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði ESB á framleiðsu á ýmsum vörum og þjónustu?

Innihaldslausir frasar um þjóð meðal þjóða, örugg höfn ESB, lægri matvara, lægri lán, stöðugur gjaldmiðil eru nákvæmlega það sem þeir eru innihaldslausir frasar.

Góðar stundir.

Herdís (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:29

2 identicon

Ertu í alvörunni að segja að það sé ekki hægt að hafa góð sambönd án þess að ganga í bandalög? Þvílíkt rugl.

Athugaðu svo að með því að ganga í ESB megum við ekki lengur gera frísamninga við erlend ríki. Kína er framtíðin og það skiptir miklu máli að við getum gert samninga við þá í stað þess að fylgja utanríkisstefnu ESB. Þeir hafa mikinn áhuga á okkur eins og komið hefur í ljós eftir fundi þeirra með forsetanum.

ESB dreymir örugglega um að landssvæði þeirra nái alla leið hingað svo þeir geti grætt á Norðurskautsleiðinni þegar hún opnast. Það er algjör gullnáma sem við Íslendingar getum notið góðs af. Ásamt auðlindum okkar sem ESB hefur víst mikinn áhuga á einnig.

Geiri (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:34

3 identicon

Þú ert nú aðeins að spinna þetta út í loftið. Sannur bloggari

Jonni (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:44

4 identicon

Nei það er enginn framtíð í ESB fyrir Ísland.  ESB væri ekkert annað en ísköld hönd dauðans fyrir Ísland !

Að þú skulir svo halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé að breyta stefnu sinni í ESB málum útaf þessum fundi er algerlega útí hött.

Flokkurinn hefur verið á móti ESB í langan tíma en tekið upp mun harðari andstöðu gegn ESB aðild en nokkru sinni.

Sú stefna var tekinn upp á nýafstöðnum Landsfundi flokksins og samþykkt þar með gríðarlegum meirihluta atkvæða vel yfir 97% að því að mér er sagt.

Þannig að það getur enginn einn maður eða einhver hópur innan flokksins breytt þessari skýru stefnu ja nema þá annar og nýr Landsfundur því að hann er æðsta valdastofnun flokksins.

Þannig að þetta er aðeins draumsýn hjá þér. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:46

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Herdís, Þú talar um önnur lönd í Evrópu en þessi lönd eiga það eitt sameiginlegt að auðlindir þeirra eru afar lítiðfjöllegar. Ef við rekum Ísland á þeim forsendum sem okkur eru hagkvæmastar þá erum við ekki í sömu stöðu þessi ofantðldu lönd eru. Það er það sem er. Danir eru ekki í vandræðum. Afhverju ekki?

Það er nánast augljóst að við getum ekki staðið ein í þessum ólgu sjó með minnsta gjaldmiðil heims sem er að koma 70% þjóðarinnar á hausinn. Ef við höfum Evrur í stað Krónur þá er jafnvægið mun stabbílara en nú. Þetta ástand hér við hrun bankanna er hægt að lýsa á einn hátt og hann er sá að í September 2008 voru flestir með laun sem nægðu til að standa undir skuldbindingum fólks en í Nóvember þá var eins og allir sem höfðu 8 stunda vinnudag fengju aðeins 4 stunda vinnu en sömu fjárhagsskuldbindingar og í 8 stunda vinnunni.

Geir! Við getum haft góð sambönd við erlend ríki en við inngöngu inn í ESB þá fáum við betri sambönd en utan.

Þetta með Kína er gott mál en hvenær ganga þeir inn í ESB? Eftir 10 ár? 20 ár?

Guðlaugur Hermannsson, 7.10.2010 kl. 08:55

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Gunnlaugur! Það eru miklar breytingar í loftinu núna eftir að fólkið fór að taka til sinna ráða. Ég spái því að innan eins árs þá verði sameiginleg stefna Sjálfstæðisflokksins (ekki bara Sjálfstæðra Íslendinga) að ganga inn í ESB og leggja aðaláherslu

á að ná sem hagstæðasta samningnum fyrir okkar hönd.

Menn eru með hræðsluáróður um að við missum allan kvótann yfir til ESB. Stðrsti útgerðaraðili innan ESB er Samherji HF. Ekki fær hann að taka af okkur meiri kvóta en hann hefir í dag eða 11%.

Þegar kvótinn var settur á 1984 þá var þorskkvótinn 380 þúsund tonn en er í dag 130 þúsund tonn. Hvar eru hin 250 þúsund tonnin? Hjá ESB? Nei það er ekki hætta á að ESB seylist í þessi 130 þúsund tonn.

Fiskimiðin eru okkar og ekki sameiginleg eins og öll mið innan ESB. ESB varð að útfæra sína fiskveiðistefnu sem sameiginlega stefnu vegna sameignar á fiskistofnum.

Við Íslendingar erum með samkomulag við ESB Færeyinga og Norðmenn um flökkustofnanna og svo yrði áfram. Sama á við um okkar fiskimið með okkar fiskistofna þeir verða áfram óskipt.

Guðlaugur Hermannsson, 7.10.2010 kl. 09:08

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í þetta sinn, Guðlaugur, byrjarðu á því að álykta vitlaust út frá orðum Bjarna Ben. Það er ekkert í þessum orðum hans um Cameron og aðra leiðtoga, sem réttlætir framhaldið hjá þér. Tókstu ekki eftir því, að landsfundur Sjálfstæðismanna ályktaði mjög sterkt gegn inngöngu í ESB? Formanninum yrði ekki stætt á því að svíkja land og þjóð og jafnvel FLokk sinn með því að fara að daðra við ESB-innlimun.

Staða gjaldmiðilsins er einfaldlega barómet á ástand þjóðarbúskaparins, annars er krónan hið ágætasta tæki.

Lokaorð þín hér eru hreint fyndin. Kína fengi um 74% atkvæðavægi í ráðherraráði ESB, og okkar hlutur myndi minnka þar við inngöngu Kína úr 0,06% niður í ca. 0,017%. Væru Tyrkir líka með, værum við með um 0,015% atkvæðavægi. Glæsilegt eða hvað?

Heldurðu að það sé svona gaman að vera partur af stórveldi?

Jón Valur Jensson, 7.10.2010 kl. 09:10

8 Smámynd: Ólafur Als

ESB er að blæða út og spurt er um Dani? Einhver gæti nú sagt að þeirra sæmilega gengi sé ÞRÁTT fyrir ESB aðildina. Ísland hefur í dag verslunarsamninga við tugi þjóða sem féllu úr gildi við inngöngu í ESB. Heitir það að fá betri sambönd? Kína að ganga í ESB? Reyndar er engu svarað um sumpart réttmæta gagnrýni - einungis haldið í vonarroðið í Brussel - og firringin er alger. Sorglegt.

Ólafur Als, 7.10.2010 kl. 09:11

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðlaugur, þú ert næstum jafn mikill bullari og Jón Frímann.  Ef þú þú veist það ekki þegar þá skal ég segja þér að Kína uppfyllir ekki NEINAR kröfur um inngöngu  í ESB og áhugi þeirra á ESB er enginn.  Gjaldmiðillinn er ekki vandamál okkar Íslendinga heldur arfaslök efnahagsstjórnun frá upphafi lýðveldisstofnunar.  Fyrst þú nefnir Dani (sem þú hefðir ekki átt að gera) skal ég fræða þig um það að hagvöxtur í Danmörku hefur dregist saman EFTIR að þeir gengu í ESB og því er haldið fram að ef þeir hefðu tekið upp evru hefði hagvöxtur dregist enn meira saman en hann hefur gert hingað til.

Jóhann Elíasson, 7.10.2010 kl. 09:14

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Guðlaugur hvar lest þú í þessari frétt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skipta um stefnu í ESB málum sínum...

Hvaða sambönd verða betri við inngöngu í ESB... Evran er byrjuð sína dauðateygju og það eru margir sem gefa Evruni í mesta lagi 3. til 4 ára líftíma í viðbót....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.10.2010 kl. 09:22

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Augu Bjarna eru að opnast aftur fyrir ESB. Bjarni var stuðningsmaður ESB aðildar þegar hann var utan áhrifa í flokknum. Flokkurinn er svo sýktur af sérhagsmunum áhrifavalda innan flokksins.

Afhverju geta Kínverjar ekki orðið aðilar að ESB eins og Rússar? Það er verið að gæla við þá hugmynd í Rússlandi að sækja um aðild.

Fylgjendur ESB á Íslandi hefur farið fækkandi upp á síðkastið. Vegna hvers? Jú vegna þess að unga fólkið er flutt út í leit að vinnu í Noregi og Danmörk. Lungann úr hópi ungs hámenntaðs fólks er flutt út til hinna Norðurlandanna.

Ólafur, Stærsti hluti okkar útfluttnings er til Evrópu. ESB er líka með marga samninga við aðrar þjóðir sem sjá hag sinn í því að gera slíka samninga. Þessir tugir þjóða sem hafa gert samning við okkur er nú meira byggður á vináttu frekar en hagsmunum. Þið kollegarnir talið um Ísland eins og það sé tug milljóna ríki en ekki jafn fjölmennt og 5th Avenue í New York.

Guðlaugur Hermannsson, 7.10.2010 kl. 09:27

12 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sagt er að Kína muni uppfylla kröfur um inngöngu eftir 10 til 20 ár.

Jóhann þetta með arfaslöku efnahagsstjórn frá upphafi lýðveldisstofnunar er að mínu mati góð og gild ástæða fyrir inngöngu í ESB. Villtu kannski halda áfram að leita í næstu 66 ár?

íngibjörg! Ég á svo gott með að lesa milli línanna og sjá hvert stefnir í hjá mönnum sem eru hlynntir ESB aðild innst inn við beinið.

Þetta með dauðategju Evrunar er svipað og með þessa stóru gjaldmiðla, þeir eiga góðæri og líka hallæri. Evran er ekki að hverfa frekar en dollarinn.

Guðlaugur Hermannsson, 7.10.2010 kl. 09:36

13 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það er alltaf bent á með ESB getum við haft betri samskipti milli þjóða, verið þjóð meðal þjóða og veit ekki hvað önnur fögur orð í viðbót. Ef skoðað er ESB sem heild og starfseiningu en ekki út frá einhverjum hagsmunum þá sést alveg langar leiðir að þetta batterí er ekkert annað en rísastór útgáfa af því sem fólk er að mótmæla hér heima. Spilling, alvarlega mikið af vinaráðningum, þröngsýni, aðgerðaleysi, sýndarþing svo eitthvað sé nefnt.

Ég spái því nú frekar að eftir svona 10-20 ár verði þetta batterí dautt með tilheyrandi læti.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 7.10.2010 kl. 09:55

14 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ef það verður dautt á þessum tíma afhverju hafa þjóðir ekki sagt sig úr ESB?

Guðlaugur Hermannsson, 7.10.2010 kl. 09:57

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Jóhann þetta með arfaslöku efnahagsstjórn frá upphafi lýðveldisstofnunar er að mínu mati góð og gild ástæða fyrir inngöngu í ESB. Villtu kannski halda áfram að leita í næstu 66 ár?

Engin ástæða til að skipta út arfa lélegri efnahagsstórn sem hægt er að betrumbæta(króna)  fyrir arfalélega efnahagsstjórn sem ekki er hægt að breyta(Evra).

Ef það verður dautt á þessum tíma afhverju hafa þjóðir ekki sagt sig úr ESB?

Af því að það er bara ekki eins einfalt og þið innlimunarsinnar viljið halda, það er kannski ákvæði um að það sé hægt en að framkvæma það er allt annar hængur!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2010 kl. 10:05

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Getið þið bent á nokkra þjóð, sem hefur tekið hraðari efnahags- og lífskjara-framförum en við Íslendingar á árunum 1918–1998?

Jón Valur Jensson, 7.10.2010 kl. 10:26

17 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ef maður skoðar skoðanakannanir og tölfræði sem gerð er í löndum ESB um hvort þeir vilja vera í sambandinu kemur oft í ljos að það eru fleiri sem styðja úrsögn en þeir sem styðja. Oft er hinsvegar þeir sem hafa ekki myndað sér skoðun sem hafa úrslitavalið. 10sept var gerð könnun um að t.d. 47% Breta fylgjandi úrsögn og 33% vildu vera áfram.

Það sama má segja um Lisabon sáttmálann. Íbúar þeirra landa sem þar sem sáttmálinn var settur í þjóðaratkvæðagreiðslu var sáttmálanum hafnað. Íbúar þeirra landa sem fengu ekki þjóðaratkvæðagreiðslu vildi meirihlutinn ekki auka vald Evrópusambandsins. Hinsvegar eins og t.d. var komið fram við Írland þá var kosið um sáttmálann þangað til þeir samþykktu hann.

ESB hefur vissulega kosti en að mínu mati trompar það ekki stjórnunarhætti sambandsins. Bendi á þetta myndband: http://www.youtube.com/watch?v=bM2Ql3wOGcU

Ég spáði að ESB myndi líðast í sundur á 10-20 árum vegna þess að hvernig ESB er sett upp getur bara ekki virkað til lengdar eins og það er sett upp. Er einnig hræddur um að það fært um að breytast. Margir þingmenn á Evrópuþinginu eru markvíst að reyna að fá þá til að sjá ljósið en þær raddir eru hunsaðar næstum því alltaf.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 7.10.2010 kl. 10:46

18 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Segjum sem svo að eitt land segi sig úr ESB. Hvað tæki við hjá því landi? Eintóm hamingja?

Jón Valur! Já Færeyingar. Þetta er tricky spurning hjá þér. Hér kemur spurning mín: Getur þú bent á þjóð sem hefur verðmætari auðlindir á hvert mannsbarn en Ísland? Við höfum fiskimiðin, jarðhitan, fallvötnin og olíuauðlindirnar fyrir norðan og vestan landið. Þetta skortir Spán, Portugal, Italíu og Grikkland. Það sem þessi lönd eiga sameiginlegt er ferðaiðnaðurinn. Það sem fyrst dettur út í kreppu eru ferðalög og annar lúxus. Það sem þessi lönd eiga sameiginlegt eru háar tölur í atvinnuleysi. Áður en ferðaiðnaðurinn efldist upp úr 1960 þá voru þessi lönd fátæk.

Guðlaugur Hermannsson, 7.10.2010 kl. 11:24

19 identicon

Greinilegt er að Guðlaugur  Hermannsson,hefur verið heilaþvegin af Samfylkingunni.eða að hann er að grínast.

Númi (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:43

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eru til myndir af þessum ,,einkafundi"?

þetta er hlægilegt.  Hvað heldur fólk að Caneron nenni að tala við svona krakka eins og hann Badda.  Badi hefur talað við einhvern skrifstofumann á plani í mesta lagi ef nokkurn. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.10.2010 kl. 17:33

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel má vera, að Færeyingar hafi tekið hraðari framförum en við til 1998, enda með miklu fjárframlagi Dana, t.d. í jarðgöngin milli eyjanna. En oft er sagt: Undantekningin sannar regluna, þ.e.a.s. ef ekki finnst nema eitt dæmi sambærilegt, þá er reglan (í þessu tilviki: framúrskarandi framfaraskeið okkar Íslendinga 1918-1998) nánast sönnuð.

Og þá bendi ég á þetta: Allt þetta tal ykkar um efnahagsóstjórn hér á landi (í samanburði við önnur lönd) "allt frá lýðveldisstofnun" er ósköp innistæðulítið, raunar klisjukennt (afleiðing áratuga rógs gegn okkur sjálfum og krónunni o.fl. o.fl.), á heima í áróðursdeildinni og er til einskis gagns frekar en aðrar bábiljur.

Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 00:25

22 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Við fengum mikinn fjárhagsstuðning Bandaríkjamanna frá því að þeir hernámu landið á sínum tíma og af Nato alveg fram á 2006.

Guðlaugur Hermannsson, 8.10.2010 kl. 10:01

23 identicon

Guðlaugur þú ert líklegast að að benda á Marshall aðstoðina er Íslendingar fengu frá Bandaríkjunum,og það voru fleirri þjóðir er það fengu(nokkurskonar hersetuskaðabætur frá þeim).Finnst þér það bara fínt að láta ESB-Mafíuveldið halda okkur uppi hér á Íslandi,eða annað get ég ekki lesið úr pistli þínum(22) hér ofar.   ALDREI Í ESB  ÍSLANDI ALLT.........

Númi (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband