Ný stjórn SF og D lista er ekki inn í myndinni núna.

Það er blóðugt að þessi staða sem komin er upp á þinginu muni kosta stjórnarkreppu eftir kosningarnar í haust. SF og D listinn fara ekki saman í ríkisstjórn nema ef algjör endurnýjun eigi sér stað í báðum flokkunum. Það tel ég afar ólíklegt að svo verði.

Ég er opinberlega yfirlýstur stuðningmaður Íslandsaðildar í ESB ef ásættanlegir samningar nást. Sjávarútvegurinn er ekki skiptimynt í þessum aðildarumræðum.

Ég styð alla Alþingismenn sem eru sama sinnis. Þeim fer sem betur fer fjölgandi á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er öflug í stuðningi sínum og hef ég trú á að fleiri Sjálfstæðismenn munu sannfærast.

Það er svo mikilvægt að sterk samstaða sé um aðildarumsóknina og í samningsferlinu svo að við náum sem hagstæðastri útkomu fyrir okkur. Þeir sem eru á móti hafa alltaf á endanum þann rétt að kjósa gegn aðild í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Þorgerður Katrín: Pólitísk réttarhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt saman skrípaleikur karlinn minn; Það var ákveðið fyrirfram að Geir yrði sá sem settur yrði fyrir dóm.. .þetta er gert til að friða almúgan... Geir sleppur svo, allir sleppa, nema við fólkið, við sleppum ekki, við borgum og brosum svo til fína fólksins í alþingishúsinu og svo elítu.

doctore (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 10:47

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég er ekki sérfræðingur í pólitískum hráskinnaleik. En ég er gáttaður á þessari niðurstöðu. Við brosum til nýja fólksins í alþingishúsinu vegna þess að þau verða ný á Alþingi.

Guðlaugur Hermannsson, 29.9.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband