Sú ágiskun skaust upp í kollinum á mér að þetta gætu verið menn frá skilanefndunum að taka myndir af eignum til að koma þeim í söluferli. Ég gæti ekki ímyndað mér "eigendur" húsanna hleypti þeim inn á gafl til sín til að mynda og meta.
Ég get ekki ímyndað mér að glæpagengi væru orðin svona skipulögð eins og lögreglan telur þá vera. En ef svo er þá erum við að upplifa uggvænlega tíma.
Grunsamlegir menn taka myndir af húsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ábending er allra góðra gjalda verð.
Svo er það aftur spurning hvað átt er við í dag þegar minnst er á glæpagengi?
Hefur það hugtak kannski eitthvað rýmri merkingu núna en áður en bankarnir fengu veiðleyfið á íslenskar fjölskyldur?
Árni Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 12:26
Kannski eru þetta kannski leynilegir útsendarar Google að taka myndir af húsum borgarbúa í (g)Narrenburg til að setja í "Street View", það er jú á allra vitorði að Gúggli stefnir að heimsyfirráðum leynt og ljóst..
En í alvöru , það getur auðvitað verið eitthvað gruggugt á ferðinni, en alveg eins að þetta sé eitthvað sárasaklaust.
Bjössi (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 12:52
"Samskonar tilkynningar hafa borist um mannaferðir í Grafarvogi og í einu tilviki var aðili sem lýsingin á við kominn inn í hús þar sem húsráðandi var heimavið. "
Það er MJÖG grunsamlegt. Ef aðili sést ítrekað mynda hús og er síðan allt í einu kominn INN.
Danni (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 18:14
Hvað getur þetta þýtt? Menn að kanna aðstæður til að klára að hirða allt lausafé almennings eftir að bankamafían hefur lokið sér af með ránin á húsnæði fólksins. Þetta er hámark ósvífninnar.
Guðlaugur Hermannsson, 24.9.2010 kl. 18:20
já skilanefnd bankana er að veifa myndavélum í gegnum opna gluuga klukkan 6 að morgni
axel (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.