24.9.2010 | 11:36
Haraldur er varkár maður. ESB einungis ef góðir samningar nást.
Það á eftir að semja um aðild og ná ásættanlegum samningum við ESB. Síðan er að leggja fyrir þjóðina niðurstöðuna og greiða atkvæði um hana. Eftir að niðurstaða hefur fengist í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá er næsta skref að fá allar þjóðirnar innan ESB til að samþykkja inngöngu okkar. Þetta er ekki fyrirfram ákveðið.
Við höfum núþegar gengist við 2/3 af ESB tilskipuninni. Við erum svona nánast inni að undaskildum atkvæðarétti á þinginu í Strassburg.
Það sem skiptir mestu máli í þessum ferli sem við erum í er að við berjumst fyrir bestu útkomunni í umsókninni og við fáum fram það sem við viljum til frambúðar.
Hvað varðar fiskveiðar okkar hér við land þá er rétt að benda á eina staðreynd sem núverandi fiskveiðistefna ESB byggist á en hún er sú að allar þjóðirnar innan núverandi ESB eru með sameiginlega fiskveiðilögsögu vegna þess að löndin hafa annaðhvort landamæri á landi eða á sjó (Bretland) þar sem lögsögur ná saman. Ef við búum til dæmi sem gæti passað inn í þessa stöðu sem Ísland er í við inngöngu.
"Ef bændur undir Eyjafjöllum væru í bandalgi um búskap og þeir ættu sameiginleg tún sem þeir nýttu sameiginlega sem færi þá eftir úthlutun stjórnar samtakanna. Segjum svo að bóndi norður í Eyjafirði hugðist sækja um aðild að þessu bandalagi um búskap þá er nánast útilokað að hann þurfi að afhenda túnið sitt inn í sameiginlega nýtingu túna alra bænda. Þessi norðlenski bóndi á ekkert sameiginlegt með sunnlensku bændunum hvað varðar heyöflun fyrir bú sitt. Allt annað sem bandalagið hefur að bjóða norðlenska bóndanum er það sem þetta snýst um.
Þegar Ísland gengur inn í ESB þá verður önnur sjónamið uppi vegna legu Íslands og fiskveiðilögsögu okkar sem skarast ekki við önnur lönd innan ESB. Í dag erum við með samning við ESB, Færeyjar, Grænland og Noreg um skiptingu á svo kölluðum flökkustofnum eins og loðnu, Makríl og kolmuna. Það hefur ekki verið erfitt fyrir okkur að semja um þá stofna. Svo mun áfram verða þegar við göngum inn í ESB. Með þessu er ég að segja að það mun ekkert breitast hjá okkur frá því sem nú er í EES samningnum. Það gæti þó farið á versta veg ef við verðum ekki samstíga um að ná sem hagstæðustum samningum við ESB.
Það er eitt að lokum, ég hef verið að íhuga lengi er varðar kvótamál okkar Íslendinga. Þegar kvótinn var settur á þá var þorskkvótinn um 380 þúsund tonn er nú ekki nema 130 þúsund tonn. Nú kemur spurningin: Hverjir skulda þjóðinni 250 þúsund tonn af þorskkvótanum sem úthlutað var til að vernda fiskinn í sjónum fyrir ofveiði?
Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við höfum ekki tekið yfir 2/3 hluta löggjafar Evrópusambandsins. Löggjöf sambandsins er um 100 þúsund gerðir. Þar ar eru tilskipanir og reglugerðir þess um 20-30 þúsund. Á Íslandi eru í gildi samtals 5.000 lagagerðir. Um eitt þúsund lög og 4.000 reglugerðir. Þessi 2/3 tala gengur ekki upp og hefur aldrei gengið upp.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.9.2010 kl. 12:44
Annað, ef við gengjum í Evrópusambandið féllu allir samningar um nýtingu flökkustofna úr gildi eins og aðrir viðskiptasamningar okkar og eftir það semdi sambandið fyrir okkar hönd, einkum við sjálft sig.
Þess utan. Full pólitísk og lagaleg yfirsstjórn Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er tryggð í Stjórnarskrá sambandsins (Lissabon-sáttmálanum) og þar eru hvergi fyrirvarar um staðbundna stofna eða lögsögur sem liggja ekki saman eða nokkuð slíkt.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.9.2010 kl. 12:48
Þú gefur út tölur sem ég hef ekki kannað enn og það að við séum í EES setur okkur í þá stöðu að við höfum nánast gengið inn í ESB. Þetta með Lissabonsáttmálann og yfirstjórn sjávarútvegsmála ESB hefur ekkert með Ísland að gera eins og olíulindir Breta og Dana innan lögsögu þeirra. Það er ekkert sameiginlegt í þeim efnum nema að auðlindirnar væru á miðlínu. Þú ert augljóslega mótfallinn inngöngu inn í ESB þrátt fyrir góðan samning okkur í vil.
Guðlaugur Hermannsson, 24.9.2010 kl. 12:58
Sælir.
Dæmisaga þín um bændurna er ekki góð til að bera saman við sjávarútveginn. Menn sigla langt um heimsins höf til að afla fiskjar og það þykir ekkert tiltökumál. M.a. koma Japanar alla leið í okkar lögsögu til að veiða túnfisk. Spænskir bátar myndu ekkert veigra sér við að koma og veiða.
Sigurjón, 24.9.2010 kl. 13:31
Eitt hef ég verið að velta fyrir mér, en því er haldið fram af ESB sinnum að við andstæðingar sambandsins séum að ljúga að þjóðinni og afvegaleiða hanna varðandi sjávarútvegs stefnu ESB og lög þar um, og að það sé alveg skýrt að sökum veiðihefðar og legu landsins þá eigum við ein óskorin rétt á að veiða úr Íslenskri lögsögu og hafa stjórn þar um. Því er mér spurn af hverju er ekki hægt að fá þennan skilning ESB sinna á pappír frá ESB ef hann er svona kristal tær? Með því væri hægt að slá þetta vopn okkar ESB andstæðinga úr höndum okkar og hægt að sína þjóðinni það á hreinu að þetta sé sama túlkun ESB og málið þar með úr sögunni. Það ætti að vera ESB og ESB sinnum kappsmál að svo sé gert því væntanlega vill ESB fá okkur sem aðildarland og ætti því að hafa hag af því að farið sé með rétt mál hér. Skildi ástæðan fyrir því að svo er ekki gert vera sú að ESB og samninganefnd þeirra líti málið öðrum augum en ESB sinnar á Íslandi og telji þessa fullyrðingar Íslenskra ESB sinna ekki standast og þar af leiðandi engin ástæða til slíkrar yfirlýsingar, getur það verið?
Rafn Gíslason, 24.9.2010 kl. 13:40
Sigurjón. Þú getur líka farið með sláttuvél og traktor norður án vandkvæða. Það er bara þetta með eignaréttinn og svokallaðan þjóðarétt.
Rafn. Það er þetta sem allt snýst um. Hvaðkemur út úr samningaviðræðunum við ESB. Ef við höldum ekki vel á spilunum og verðum ekki samstíga þá er hætta á ferðum.
Það kemur í ljós þegar við stöndum með samninginn að við eigum óskert landgrunnið og afrakstur þess. Allt annað er bull.
Guðlaugur Hermannsson, 24.9.2010 kl. 18:15
Guðlaugur: Nei, þú ferð ekki með sláttuvél og traktor norður, það væri heimskulegt. Betra að flytja heyið tilbúið sko...
Það er alveg rétt hjá þér að þetta snýzt um eignarrétt og þjóðarrétt. Við aðild að ESB myndum við einmitt tapa þessum rétti...
Sigurjón, 24.9.2010 kl. 19:53
Nei Sigurjón við töpum ekki fiskimiðunum okkar í hendur ESB frekar en Bretar olíulindum sín til þeirra. Við verðum að standa saman í aðildarviðræðunum og fá það besta fyrir Íslendinga.
Guðlaugur Hermannsson, 24.9.2010 kl. 20:12
Bíddu, er ESB með sameiginlega olíustefnu? Þeir eru með sameiginlega fiskveiðistefnu og við yrðum að beygja okkur undir hana.
Sigurjón, 25.9.2010 kl. 01:09
ESB er med sameigilega stefnu i orkuaudlindarmalum.
Guðlaugur Hermannsson, 25.9.2010 kl. 01:22
Já, en ég vil vita hvort hún er eins og fiskveiðistefnan.
Eitt lítið dæmi: Danir og Svíar hafa sammælst um að hafa friðað svæði í miðju Kattegat og veiða þeirra bátar ekkert þar, en svo koma þýzkir bátar og veiða í gríð og erg og Danir og Svíar geta ekkert sagt. Þetta er staðreyndin og ég er fullur efasemda um að við fáum að hafa fiskimiðin í friði hér.
Sigurjón, 25.9.2010 kl. 18:37
thjodverjar eiga sameiginlega fiskstofna med Dönum og Svìum. Enginn á sameiginlega fiskstofna med okkur ad undanskildum flökkustofnum.
Guðlaugur Hermannsson, 25.9.2010 kl. 19:13
Flökkustofnarnir spila stórt hlutverk hjá okkur.
Sigurjón, 26.9.2010 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.