Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn í eina sæng?

Nú eru líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn gangi í samstarf við Samfylkinguna og myndi stjórn. Það er ekki fjarri lagi að Sjálfstæðisflokkurinn gefi eftir í ESB umsókninni og samþykki umsókn sem lögð verður fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir munu lúta niðurstöðu hennar og tryggja sér ítök í stjórnun landsins aftur. Það þarf að taka á þessum málum áður en nýtt hrun skellur á okkur.

Það er mjög mikilvægt að sterk stjórn sé við völd þegar kemur að samningaviðræðum milli Ísland og ESB. Andstæðingar ESB eru ekki þeir heppilegustu til að ná samkomulagi sem við getum unað við. Ég er hlyntur ESB aðild en aðeins á þeim forsendum að hagstæðir samningar náist. Ef ekk nást hagstæðir samning þá er ég ekki Já-maður.

Það eru tvær andstæðar fylkingar starfandi núna á Íslandi. Þessar fylkingar eru Sterkara Ísland (með aðild) og Heimssýn (á móti aðild). Það er eins og það vanti nýja fylkingu sem er þá hægt að kalla "kannski" eða "Sterkari Heimssýn Íslands". Slík fylking hefði á stefnuskrá sinni að ná sem hagstæðustu samningum við ESB. Ég gæti ímyndað mér að slík hreyfing hefði um 80% fylgi á móti 10% fylgi Sterkara Ísland og um 10% fylgi Heimssýnar.


mbl.is Líkur á að stjórnin springi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Samfylkingin er búin að vera sem og öll flokkapólitík er ég hrædd um... Þjóðin mun aldrei samþykkja Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk aftur saman... sú samvinna er ég hrædd um að hljóti ekki hljómgrunn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.9.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stefna Sjálfstæðisflokksins er reyndar mjög skýr í Evrópumálum og gegn henni er ekki hægt að fara. Hagsmunum Íslands er betur borgið utan Evrópusambandsins og umsóknin um inngöngu í sambandið skal dregin til baka tafarlaust.

Þess utan er nákvæmlega engin stemning innan Sjálfstæðisflokksins fyrir öðru samstarfi við Samfylkinguna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.9.2010 kl. 14:57

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hjörtur Hvernig getur þú fullyrt að hagsmunum Íslands sé betur borgið ef þú veist ekki hver niðurstaðan verður í samningaviðræðunum?

Guðlaugur Hermannsson, 21.9.2010 kl. 15:26

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta átti að vera .........hagsmunum Íslands sé betur borgið utan.........

Guðlaugur Hermannsson, 21.9.2010 kl. 17:39

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Fyrst þú ert farinn að tala um ESB þá ætla ég að svara þessu frá mínu sjónarhorni. Ég var upphaflega stuðningsmaður ESB aðild á þeim ef samningar væru hagstæðir. Hinsvegar hef ég breytt um sjónarmið og myndi mjög líklega segja nei við aðild í dag.

Hagsmunir Íslands eru að mestu leyti Fiskurinn og sjórinn. Miðað við reynslu annara þjóða og eigin orð ESB er ólíklegt að Ísland fengi undanþágu nema hugsanlega til bráðabirgða. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að ég snerist hugar um þetta mál heldur byggist það á athugun á störfum ESB og öllu þessu batteríi.

Í raun má segja að þetta vídeó skýrir mína afstöðu sem best í þessum efnum þótt ég gæti talið upp aðrar ástæður líka eins og með lisabon sáttmálann.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 22.9.2010 kl. 04:02

6 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Get víst ekki embedað vídeói þannig hér er það: http://www.youtube.com/watch?v=c_DJBikw68o

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 22.9.2010 kl. 04:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband