7.9.2010 | 08:28
Jenis av Rana er ekki samkynhneigður að talið sé.
Með því að mæta ekki í kvöldverðinn þá er hann að tryggja sig gegn hugsanlegum misskilningi um kynhneigð sína. Það er aldrei of varlega farið í þessum efnum. Þegar umheimurinn hefur fengið fullkomna vitneskju um kynhneigð hans þá gæti hann látið sjá sig í kvöldverðaboðum sem þessum.
Hér er hugmynd um aðgreiningu á þessum mismunandi hjónaböndu. Samkynhneigðir karlar yrðu þá "hjónar" samkynhneigðar konur yrðu þá "hjónur" og gagnkynhneigt par yrði áfram "hjón".
Jenis ætti að skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er verið að blása þetta upp? Maðurinn hefur fullan rétt á skoðunum sínum. Væri það í lagi ef hann myndi neita að borða með Jóhönnu vegna þess að hún er einn arfaslakasti forsætisráðherra sem við höfum átt?? Þá væru ekki sömu viðbrögð.
Rúnar (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:05
Ég get með engu móti séð hvernig þú færð það út að kynhneigð hans gæti misskilist.
Hver heilvita manneskja veit að með því að kalla smkynhneigð pör hjónar og hjónur mun ekki gera neitt nema að búa til orð sem liggur vel undir höggi fordóma... sýnum öðrum tillitsemi og verum þakklát fyrir að við erum ólík...
Jökull Torfason (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:07
Rúnar.. Ég var með vangaveltur yfir því hvað orsakaði þessa fælni hans. Ekkert annað. Jóhanna er ekki slakari en svo að hlutirnir eru farnir að ganga betur hér eftir hrun sem kom á vaktinni hans Geirs Haarde. Væri ekki réttara að segja að hann myndi neita að borða með Geir Haarde vegna þess að hann er sá arfaslakasti forsætisráðherra sem við höfum átt?
Jökull... Þessi nýyrði yrðu aðeins tekin í notkun þegar allir fordómar væru úr sögunni. Þetta er bara málfræðilega réttara burtséð frá því að það lægi vel við höggi eins og þú orðar það. Ég er þakklátur fyrir að við erum ólík þess vegna vil ég hafa hjónur, hjónar og hjón. Dæmi: Jón og Gunnar eru hjón þau búa í Reykjavík. Jón og Gunnar eru hjónar og þeir búa í Reykjavík.
Guðlaugur Hermannsson, 7.9.2010 kl. 09:27
Kanntu annan betri? Það er ekki Jóhönnu að þakka að hér sé örlítið betra en þegar svartast var. Það hefur tekið þessa stjórn ansi langan tíma að gera eitthvað og þó svo ástand sé aðeins betra þá er verið að fæla erlenda fjárfesta frá með fáránlegum vinnubrögðum. Sammála með Geir, hann var arfaslakur en nær aldrei Jóhönnu. Hennar tími er liðinn og það fyrir löngu
Rúnar (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:43
Ha ha ha. Góður. Jóhanna hefur dregið lappirnar í Icesave málinu sem kemur okkur til góða núna.
Guðlaugur Hermannsson, 7.9.2010 kl. 09:46
Nei Jóhanna hefur staðið vaktina í tveimur málum. Annars vegar að koma okkur í ESB og hins vegar að koma IceSave í gegn. Það var fólkið í landinu sem stoppaði IceSave, ekki Jóhanna. Það er fólkið í landinu sem er að koma hlutunum af stað, þrátt fyrir að Jóhanna leggi sig alla um að gera okkur það erfitt fyrir.
Ég man ekki betur en að Jóhanna hafi verið fjúkandi reið út í íslenskann almenning fyrir að skemma tækifærið á samkomulagi um IceSave. Okkur var líka hótað að hér myndi ekkert gerast fyrr en IceSave yrði samþykkt.
Þetta mál er líka blásið upp einum of.
Daníel (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:52
Það er mikið og gott starf sem þessi stjórn hefur áorkað. Mest hefur hún áorkað með því að draga lappirnar. Það hefði enginn stjórnmálamaður gert betur en Jóhanna gerði frá hruni. Aðgerðaleysi stjórnvalda er besta vopnið í okkar höndum gegn erlendum "kröfuhöfum" þar sem við erum ekki ábyrg fyrir hruni einkafyrirtækja. Þetta aðgerðaleysi er að skila sér í betri stöðu okkar gagnvart erlendum valdsníðingum.
Guðlaugur Hermannsson, 7.9.2010 kl. 10:02
Sæll frændi.
Fékkstu högg á höfuðið? :-)))) Jóhanna og co börðust fyrir því að greiða Isesave. Þjóðin sem betur fer sagði nei.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.9.2010 kl. 23:17
Sæl guðdómlega frænka mín. Takk fyrir að minna mig á að Jóhanna gerði ekki neitt í Icesave málinu. Gangtu á Guðs vegum kæra frænka og takk fyrir innlitið.
Guðlaugur Hermannsson, 7.9.2010 kl. 23:24
Ekkert að þakka minn kæri :-))) Þetta er mín skoðun :-))))
Svo finnst mér Jenis vera dóni og má hann vera svangur heima hjá sér mín vegna. Hann dæmir sig sjálfur. Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir, stendur í Heilagri Ritningu.
Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.9.2010 kl. 23:30
Satt er það frænka.
Guðlaugur Hermannsson, 7.9.2010 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.