Landeyjarhöfn er "sandfang"

Herjólfur er líklegast ekki rétta skipið í Landeyjarhöfn. Það kæmi þó til greina að útbúa hann með sanddælubúnaði. Líklegast verður lendingin sú að sanddæluskip verður keypt og það staðsett í Landeyjarhöfn og notað eingöngu þar.

Kostnaðurinn í kringum þessa höfn fer líklegast upp úr öllu valdi á komandi árum.


mbl.is Herjólfur hægði á sér í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já þessi höfn er klúður frá upphafi svo ekki sé minnst á jarðfræðilega staðsetningu hennar varðandi náttúruhamfarir!

Sigurður Haraldsson, 6.9.2010 kl. 10:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er einn hængur á að staðsetja þarna sanddælupramma, en höfnin er það þröng og lítil, að ég tel, að ekki sé pláss fyrir hann í höfninni og ef hann ætti að sigla út fyrir höfnina þegar von væri á Herjólfi yrði "effektífur" vinnutími hans svo lítill að ekki væri réttlætanlegt að hafa hann þarna...

Jóhann Elíasson, 6.9.2010 kl. 10:43

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hann þarf að dæla upp sandi úr hafnarkjaftinum þar sem mesta söfnunin á sér stað. Þetta er eins og eyðimörk þar sem sandurinn fýkur í hóla og hæðir vegna vindblásturs en í höfninni veldur straumurinn og öldugangurinn sandsöfnuninni.

Guðlaugur Hermannsson, 6.9.2010 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband