Jarðgöng til Eyja?

Það er ekki hægt að stóla á Landeyjarhöfn. Á Landeyjarsandi er þrálát austanátt og er innsiglingin eins og kúluspil. Ég varð vitni að því þegar Herjólfur kom í Landeyjarhöfn á föstudaginn var þar sem hann sigldi inn í hafnarmynnið nánast skáhalt með stefnuna í norð-austur. Þetta var stórfengleg sjón að sjá. Skipstjórinn í þessari ferð var ekki að sigla skipi í fyrsta sinn það er eitt sem víst er.

Jarðgöng til Eyja er fjarlægur draumur og mun líklegast aldrei verða að veruleika. Ég skil ekki afhverju ekki er notast við Þorlákshöfn þegar austanáttin er alsráðandi í nokkra daga eins og nú. Fólki er sagt að mæta í Landeyjarhöfn samkvæmt áætlun. Ef ekki er farið til Eyja þá er líklegast að sú ferð sé fyrir bí. Það er yfir 260 km fram og til baka og tekur nánast 4 tíma að aka. Þessi ferð kostar 6200 kr með rútu og ef ekki er farið þá er þetta viðbót við heildar ferðakostnað sem mun því verða um 14.400 kr á hvern farþega (með ferjufargjaldi fram og til baka 2000) fyrir utan vinnutap.


mbl.is Síðasta ferð Herjólfs felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband