Skaði ríkissjóðs vegna innlánatrygginga er margfalt meiri en gengistryggingin.

Ef niðurstaða Hæstaréttar verður látinn standa þá er "kostnaður" ríkisins mun minni en við tryggingu innistæðna í bönkunum eftir hrunið.

Með þessu útspili Seðlabanka og FME er verið að brjóta jafnræðisregluna með því að breita niðurstöðu Hæstaréttar bönkum í vil og á kostnað lántakanda. Það voru allar innistæður tryggðar að fulla af hálfu ríkisins og ekki krónu tap hjá innistæðueigendum á kostnað almennings sem greiðir þessa upphæð sem nemur 1000 milljörðum.

Af hverju er meira áríðandi að skuldsetja lántakendur umfram réttarstöðu þeirra til að lækka útgjöld ríkisins en ekki skerða eina krónu hjá fjármagnseigendum á kostnað almennings svo það hlaupi á 100 milljörðum og sem er einnig í blóra við jafnræðisregluna þegar kemur að erlendum innistæðueigendum.

100 milljarða kostnaður er of hár þegar kemur að skuldurum en 1000 milljarða skuld almennings vegna innistæðutryggingarinnar er ekki vandamál.

Það verður að kæra þetta til FME. Kærum öll núna.


mbl.is Vill geta lagt lögbann á gengislán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband