Íslandsbanki er búinn að fá 50% afslátt af þessum kröfum við yfirtöku þeirra frá skilanefnd Glitnis.

Það kom skýrt fram við upphaf hrunsins og stofnunar Íslandsbanka og hans yfirtöku á kröfum Glitnis að það hafi verið veittur 50% afsláttur. Það er þessi afsláttur sem gerir það að verkum að eigið fé bankans lækkar ekki svo mikið við fullnustu Hæstaréttardómsins.

Það virðist sem bankarnir hafi ætlað að ná sér á strik með því að krefjast gengistryggingarbæturnar og þar með hagnast um 80% af kaupverði krafnanna.

Þetta er virðingavert útspil hjá Íslandsbanka að lýsa þessu yfir opinberlega að það hafi ekki áhrif á eigið fé bankans. Þetta stangast á við fullyrðingar Gylfa auramálaráðherra okkar. Með þessar upplýsingar frá Íslandsbanka opinberast ósannindi ráðherra um raunverulega stöðu þjóðfélagsins við fullnustu Hæstaréttardómsins.

Íslandsbanki er að afskrifa kúlulán starfsmanna sinna án kröfu um 1 krónu greiðslu frá þeirra hálfu, það yrði það minnsta að halda upprunalegum samningum við lántakendur með vaxtaskilmálana ógengistryggða.

Ég skora á ykkur að styðja við bakið á Íslandsbanka með því að snúa viðskiptum ykkar til þeirra, því þeir sýna að þeim er treystandi.


mbl.is Íslandsbanki mun áfram uppfylla eiginfjárkröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband