Þjóðarsáttin 1994 er orsökin. Vísitala launa tekin úr sambandi.

Þjóðarsáttin 1994 er orsakavaldur þessarar stöðu mála í dag. Ef laun væru vísitölutryggð og fylgdi neysluvísitölu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Í dag væru launin tvöföld miðað við núvirði ef vísitalan hefði haldið óskert.

Gömlu bankarnir léku sér með gengið og vísitöluna til að mynda hagnað í bönkunum og fá meira lánað hjá erlendu bönkunum. Allar stofnanir sem áttu að gæta hagsmuna almennings og sinna eftirliti á bönkunum brugðust skildum sínum. Það er afar augljóst að erlend ríki hafa ekki trú á okkur og munu bankar ekki lána fé til Íslands í náinni framtíð.

Það er engu líkara en að þeir sem stjórnuðu þessu fjármálakerfi okkar hér áður fyrr eru upp til hópa aular. Það sem hrellir mig mest er að sá síðasti er ekki enn fæddur.


mbl.is Varar við of miklum væntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elínborg

Þú segir nokkuð, Guðlaugur.

Hef oft velt fyrir mér þessu með launin hér á landi, hvers vegna þau eru svona lág m.v. annarsstaðar.

Mér dettur í hug þegar þú nefnir gömlu bankana og gengið; er mögulegt að stjórnendum þeirra og/ eða stjórnvöldum hafi verið fyrirskipað og þá af hvaða aðilum;að nákvæmlega gera þetta þannig? Af ásettu ráði meina ég. Og stofnanir og eftirlitsaðilar hafi einnig fengið sömu fyrirskipanir?

Einhvern veginn held ég að þannig hafi einfaldlega verið í pottinn búið og sé enn. Og af hverju hafa erlend ríki ekki trú á okkur, getur þetta mögulega tengst beint?

Mig fýsir að vita meira um  þessi mál og vildi óska að almenningur kynnti sér betur hvað er á bak við fjármálaheiminn.

Elínborg, 23.6.2010 kl. 01:37

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég hef oft sett spurningamerki við alla þessa peninga sem fóru til Stjórnmálamanna frá bankaveldinu.

Guðlaugur Hermannsson, 23.6.2010 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband