18.6.2010 | 15:18
Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna?
Það er ekki laust við að klofningur sé í uppsiglingu hjá Sjálfstæðisflokknum ef mark er takandi á áhugaleysi flokksmanna. Það er ekkert framboð komið á koppinn enn, viku fyrir fund. Ég tel að skýringin sé sú að Davíð nokkur Oddsson sé að hugleiða framboð sitt í formannsstöðu flokksins. Hann þarf jú að ná flokknum sínum aftur úr höndum "skussanna" sem eru að "missa" flokkinn inn í ESB.
Það verður erfitt að manna forystu flokksins almennt eftir afhroð í síðustu tveimur kosningum (til borgarstjórnar og Alþingis). Ef svo einkennilega vildi til að Davíð næði kjöri þá yrði það banabiti flokksins að mínu mati.
Það er kominn vísir að klofningi í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM þar sem ESB sinnar eru nánast úti í kuldanum og hafa stofnað hreyfingu sem kallast "Sterkara Ísland". Í þessari hreyfingu eru þungarviktarmenn/konur svo sem Þorsteinn Pálsson, Þorgerður Katrín, Ragnheiður Rikharðsdóttir, Benedikt Jóhannesson og fleiri sem áður störfuðu í flokknum en hafa nú sest í helgan stein.
Sömu sögu er að segja um Framsókn, þar er klofningur einnig í ESB stefnunni.
VG virðast einnig vera klofnir í þessu máli að hluta til það er að segja að hluti þeirra vill láta reyna á samningaviðræður við ESB og sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu.
Ætlar ekki í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll; Guðlaugur !
Alveg burt séð; frá ástandinu, í dauðýflaflokkunum íslenzku, að þá skal aðdáun þín, á skriffinna Nazismanum, suður í Brussel, aldrei veikjast.
Þú hefðir þótt liðtækur; hjá þeim Stalín og kommisara kerfi hans, að ekki sé talað um STASI formið, í Austur- Þýzkalandi, Ulbrichts heitins, og hans fylgjara, sýnist mér.
Með kveðjum; þó naprar séu, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 16:11
Ef Davíð vill koma þá er það fínt, því nú þarf að þora og gera en ekki rolast eins og núverandi stjórnvöld eru svo góð í.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 16:27
Sæll Óskar! Þú ert nú meira en góðu hófi gegnir. Þakka athugasemdina.
Hrólfur: Það er ekki hagstætt fyrir Davíð að koma inn eins og málum er háttað á Íslandi í dag. Það er ekkert til að einkavæða lengur og Seðlabankinn varð gjalþrota fyrir 18 mánuðum síðan.
Guðlaugur Hermannsson, 18.6.2010 kl. 16:34
Þarf þá ekki aðgerðir og þor Guðlaugur.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 16:40
Þú ert frábær Hrólfur. Jú það þarf aðgerðir og þor og hæfan mannskap til að rétta úr kútnum. Davíð er ekki lausnin frekar en brennuvargur í slökkviliðsstjórastöðu.
Guðlaugur Hermannsson, 18.6.2010 kl. 16:45
Kann að vera, veist þú um annan?
Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 16:48
Hvað með mig og þig? Hefur þú klúðrað þjóðfélagi eða heilum seðlabanka? Ef ekki þá ertu kandidat í starfið. Sjáðu Jón Gnarr hann blómstrar og hefur fjöldan með sér. Hann hefur ekki klúðrað neinu svo vita sé.
Guðlaugur Hermannsson, 18.6.2010 kl. 16:53
Skemmtilegar vangaveltur -
Talað er um klofning þegar handfylli af fólki úr XD vill í ESB - á aðalfundi mun það koma fram að flokkurinn ítreki enn eina ferðina að hann telur þjóðinni betur borgið utan ESB en innan.
Sama hversu oft andstæðingar flokksins hamra á því gagnstæða.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.6.2010 kl. 06:34
Íslenska þjóðin er nú varla meira en handfylli af fólki miðað við aðrar þjóðir. Ef við tækjum Icesave út úr þessari mynd þá væri meirihluti fyrir ESB.
Guðlaugur Hermannsson, 19.6.2010 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.