Þetta er mesta gæfuspor fyrir Ísland. Nú er leiðin greið.

Ég verð að taka ofan hattinn fyrir Samfylkingunni og þakka þeirra framlag til þessa árangurs sem við erum að ná í umsókninni um inngöngu í ESB.

Þetta verður okkar gæfu spor og mun almenningur finna mun nánast samstundis. Engin óvissa um framtíð Íslands og ekki fleiri óvæntar uppákomur sem gætu kostað okkur sjálfstæðið.

Ég skora á þessa fáu andstæðinga ESB að kynna sér málin á hlutlausan hátt og án fordóma í garð ESB. Það hefur enginn farið ílla út úr veru sinni í ESB.


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Puhu, skora á þig að skoða hvað andstæðinar bandalagsins tala um í dag. Andstæðingar sem eru í bandalaginu. Grikkir núna síðast!

Eyjólfur Jónsson, 17.6.2010 kl. 22:45

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Jeg hef ekki fundið eitt einasta atriði sem er ekki jákvætt fyrir okkur inni í bandalaginu.

Guðlaugur Hermannsson, 17.6.2010 kl. 22:50

3 identicon

Evrópusambandið á leiðinni í vaskinn og við heimtum að fá að fara með?! Þú ert verri en bankastjórarnir...

Freyr (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:51

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Freyr! Þetta er gæfuspor fyrir okkur að ganga inn í ESB. Bentu mér á eitt atriði sem er okkur ekki í hag við inngöngu!

Guðlaugur Hermannsson, 17.6.2010 kl. 22:53

5 identicon

Evran, Evrópski seðlabankinn, Fiskveiðistjórnunar- og úthlutunarkerfi ESB, vandamál fjölda þjóða, bæði fjárhagsleg og félagsleg, flókið regluvirki, krafa um að opna sendiráð í öllum löndum EES (við eigum nóg með okkar nokkru), þýðingamál, flökkustofnalög veita öðrum þjóðum nær ótakmarkaðan rétt til veiða innan okkar lögsögu, enginn stuðningur til svínakjöts- kjúklinga og eggjaframleiðslu, vægt áætluð útgjöld Íslendinga til Evrópusambandsins í upphafi nær 8 milljarðar króna...

...viltu að ég haldi áfram?

Freyr (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:01

6 identicon

... og hér er ágætis lesning ef þú vilt bæði rök og frekari útskýringar á þeim: http://heimssyn.is/images/stories/documents/12astaedur.pdf

Freyr (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:04

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Já endilega haltu áfram þá er meiri líkur á að þú finnir eitt atriði sem er neikvætt. Ekkert af þessu er vandamál. Sameiginleg fiskveiðistjórnun er vegna sameiginlegra lögsögu ríkja innan núverandi ESB, Ég get haldið áfram að hrekja fullyrðingar þínar hér en geymi það til betri tíma.

Guðlaugur Hermannsson, 17.6.2010 kl. 23:08

8 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég er viss um að þeim sem eru jákvæðir gagnvart inngöngu Íslands í ESB mun fjölga eftir því sem fleiri skoða málin af raunsæi en ekki hatri og upphrópunum.

Ég get ekki fullyrt hvort ég muni greiða atkvæði með inngöngu í ESB þegar þar að kemur eða gegn, það fer eftir því hvaða samningum við náum.

Ég hef komið af stað yfirvegaðri umræðu um aðildarviðræður Íslands og ESB á mínu bloggi <siggigretar.blog.is>, velkomin í heimsókn.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.6.2010 kl. 23:11

9 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég hef ekki áhuga á öfgahópum eins og Heimsksýn og tek ekki mark á þeirra bulli. Þeir eru eins og bændurnir sem riðu í flokkum til Reykjavíkur til að mótmæla símavæðingu á Íslandi í byrjun tuttugustu aldarinnar. Hver hefði viljað vera símalaus í dag?

Guðlaugur Hermannsson, 17.6.2010 kl. 23:13

10 identicon

Afskaplega einföld greinargerð hjá þér Guðlaugur. Ég hefði ekki heldur viljað svissa yfir í evru þegar hún var í 190 kr. eftir hrun... hvar værum við þá stödd í dag? Og það þrátt fyrir höftin!

Það þýðir ekkert að neita staðreyndunum þrátt fyrir að þær séu settar fram í þessu tilfelli af Heimsýn. Þú getur varla svarað þeim er það?

Freyr (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:23

11 identicon

... og þú hraktir ekkert. Þú bentir einfaldlega á vandann sem er sameiginleg fiskveiðistjórnun. Þú leystir vandann ekkert með því að upphefja það orðrétt sem kost, sem ég hafði þegar bent á... og þá sem ókost.

Freyr (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:24

12 identicon

En ég er nokkuð viss um að þú munt aldrei finna neitt sem er ókostur við ESB. Þessvegna held ég að þessi umræða leiði okkur ekkert. Þú ert eins og 35% þjóðarinnar fylgjandi ESB... hin 65% ekki. Þú ert eins og margir sem sjá ekkert nema kosti við ESB... ég sé bæði kosti og galla en tel að kostirnir séu mun færri og veigaminni en gallarnir.

Freyr (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:26

13 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Freyr! Láttu sjá þig á fundi hjá Sterkara Ísland í Skipholti 50. Þú getur farið inn á vefinn og lesið þér til um næsta fund. Þegar Icesave hefur verið leitt til ásættanlegrar niðurstöðu þá munu tölurnar snúast okkur í hag 65% með en 35% á móti. Við höfum núþegar innleitt 2/3 af regluverkinu með EES samningnum.

Ég skal uppljóstra þeirri staðreynd hér að ég mun ekki kjósa með ESB ef ekki verður samið um áframhaldandi yfirráð okkar yfir fiskistofnum sem eru í okkar fiskveiðilögsögu og er okkar séreign.

Guðlaugur Hermannsson, 17.6.2010 kl. 23:43

14 identicon

Það er verið að ljúga þegar sagt er að Ísland hafi tekið upp 2/3 af lögum ESB. Hér er sannleikurinn:

http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_loggjof.pdf

Sjálf hef ég unnið mikið með ESB löggjöfina og veit af eigin reynslu að hún er mikil, flókin og að mörgu leiti slæm.

Annars er mikill misskilningur um þessi 2/3 en það er hlutfall af því sem við höfum tekið upp af þeim ákvæðum sem EES samningurinn kveður á. Það er ekki það sama og ESB.

Ég mun alltaf segja NEI við ESB. Samþjöppun valds og ákvörðunarvald á auðlindum til esb er slæm hugmynd.

Ef einhvern órar fyrir því að Ísland missi ekki löggjafarvald og þar með fullveldi þá er hér texti tekinn beint upp úr Lissabonsáttmálanum:

1. When the Treaties confer on the Union exclusive competence

in a specific area, only the Union may legislate

and adopt legally binding acts, the Member States

being able to do so themselves only if so empowered

by the Union or for the implementation of

Union acts.

2. When the Treaties confer on the Union a competence

shared with the Member States in a specific area,

the Union and the Member States may legislate and

adopt legally binding acts in that area. The Member

States shall exercise their competence to the extent

that the Union has not exercised its competence. The

Member States shall again exercise their competence

to the extent that the Union has decided to cease

exercising its competence.

Landið (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:29

15 identicon

... og væri "Sterkara Ísland" ekki flokkað sem öfgahópur í hina áttina, þ.e.a.s. þar sem þú telur Heimsýn vera það í aðra?

Freyr (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:41

16 identicon

Grundvöllurinn er sá að með aðild eru pólitíkusar að afsala valdi íslendinga til erlendra aðila. Sama hversu lítið eða smávægilegt eða hvað við fáum í staðinn þá er það óréttlætanlegt. Nógu slæmt er að íslenska ríkið geti neytt vilja sínum upp á einstaklinga, en þegar útlendingar sem hafa enga hagsmuna að gæta af íslenskri velferð eru farnir að taka þær ákvarðanir er mælirinn fullur.

"Þeir fáu andstæðingar" sem þú talar um eru andstæðingar af mismunandi ástæðum, en flestir þeirra sem ég þekki til sjálfur hafa bara engan áhuga á að afsala neinu persónu frelsi til erlendra stofnana.

Predikari (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 01:03

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Evrópa er að falla! Við höfum ekkert að gera inn í þá hít sem þar er í gangi!

Vinur minn Franco Ítali og frönsk kona hans Sabine hvetja mig að verjast þess að ganga inn i ESB vegna þess að það sé orðið ríki innan ríkisins stjórnað frá Brussel!

Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 02:56

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri frændi.

Skil ekki að þú skulir vilja afsala rétti okkar til ESB. Við losnuðum undan ánauð Dana 1944. Heldur þú að þetta sé betra? Ég trúi því að það verði verra og að ESB sé eingöngu að hugsa um sjálfa sig - staðsetning okkar og auðlindir er það sem skiptir máli. Kemur spánsk fyrir sjónir að umsóknin frá Íslandi skildi verða tekin svona fljótt - margir mega bíða og bíða. Segir það ekki heilmargt.

Guð veri með þér og gefi þér rétta sýn :-))))

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.6.2010 kl. 03:33

19 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þakka fyrir athugasemdirnar. Við verðum að fara í gegnum umsóknarferilinn til að komast að því hvaða kjör bíða okkar við inngöngu í EB.

Guðlaugur Hermannsson, 18.6.2010 kl. 09:37

20 identicon

Öllum samningum má breyta og samningar sem við &#147;gætum&#148; náð við EB geta breyst þegar og ef forsendur breytast í Evrópu, sem þær gera án vafa einhvern tíman.  Þó samningur sé gerður í dag um t.d. fiskveiðina í okkar núverandi lögsögu þá getur hann breyst ef EB vill.  Okkar örfáu (5) þingmenn sem við fáum á EB-þingið hafa ekkert að segja.  Jú, það verður hlustað á okkur, við munum hafa andmælarétt en það er ekki þar með sjálfgefið að það verði tekið tillit til ummæla okkar.  EB getur, ef það vill, valtað yfir okkur og ráðgast með okkur &#132;að vild&#147; hvað svo sem &#132;sérsamningar&#147; segja.

Annað er það sem fólk virðist ekki leiða hugan mikið að.  Ef svo reynist að vera okkar inni í EB reynist okkur verr en að standa utan sambandsins, þá er það ekki eins létt og menn halda að losna út og það kostar mikið.  Eigum við að ganga í samband sem erfitt er að komast út úr?

Jóhannes (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 15:50

21 identicon

Jóhannes,

Það fer allt eftir því hvers konar samninga um er að ræða. Það væri mjög heimskulegt af Íslandi að semja um undantekningar sem ESB gæti fellt einshliða úr gildi. Annars getur Ísland alltaf sagt sig úr ESB, ef þingið vill, rétt eins og við getum sagt okkur úr öðru alþjóðlegu samstarfi eins og NATO, EES, SÞ, Alþjóða hvalveiðiráðinu, o.s.frv. Það er ekkert flóknara en svo!

Landið,

Þessi 2/3 hlutar ESB löggjafarinnar, sem við deilum vegna EES, eru lög sem eru sammþykkt af ESB og staðfest af alþingu hérlendis. Ef alþingi neituðu að staðfesta ný lög frá ESB í dag sem falla undir EES, þá ættum við á hættu að vera sparkað úr EES. Landið, hver er misskilningurinn? Kannski er aðal misskilningurinn í því að halda að við lútum ekki löggjöf frá ESB nú þegar. Og þar sem þú ert lögfræðingur þá ættir þú líka að vita að EES lög (eða kannski ætti maður að segja ESB lög), hafa nú þegar meira vægi en gömul íslensk lög.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband