30.4.2010 | 13:24
Myntkörfulán eru ólögleg. Hvað viltu semja um Árni?
Þetta nýja frumvarp er alveg ónauðsynlegt í dag. Myntkörfulánin eru ólögleg og ef þú villt semja við lánastofnanir þá verða þessir samningar ekki afturvirkir. Það lítur út fyrir það að mynkörfulánin séu óverðtryggð og ekkert við því að gera.
Farðu nú ekki að skaða lánveitendur meira en núþegar er. Þetta frumvarp er of snemma á ferðinni og væri ráð að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar í málunum sem nú bíða úrskurðar.
Frumvarp um myntkörfulán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er að redda þessum fyrirtækjum áður en þessi lán verða dæmd 100% kolólögleg og þá tapa þau öllu.
Sævar Einarsson, 30.4.2010 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.