Valdníðsla?

Hvað er valdníðsla? Ráðherra er að fara framúr sér í stjórnsýslunni og gleymir þeirri staðreynd að í dag er 6. Apríl 2010. Ráðherra er líklegast að opinbera kunnáttu- og reynsluleysi sitt við stjórn á ráðuneyti sínu. Svo er VG að halda því fram að þeirra flokkur sé óspilltur með öllu. Grunur minn er sá að ráðherra sé að undirbúa brottrekstur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og skipa Guðrúnu Ágústsdóttir í hans stað. Það er engin launung á því að þær tvær eru miklar vinkonur og gamlir Allaballar sem ekki hafa haft aðstöðu til að verða sér og sínum út um vel launuð embætti.

Ég skora á Samfylkinguna að sporna við svona valdníðslu og beita sér fyrir leiðréttingu á þessu máli.


mbl.is Vilja fund um fyrirhugaða áminningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klárt mál að Þarna er Kella bara að gera það sem henni sýnist því: "þetta gerðu þeir líka svo ég má!"

Alveg magnað.

Halli (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Björn Þröstur Axelsson

Það er varla að maður trúi þessu , er ekki 2010  og 2007 að baki ?  Hvað getur eiginlega orðið sðferði þessa fólks til bjargar ?? Eða  það sem verra er ,er siðferðið komið á það stig að við myndum öll gera þetta sama ef okkur gæfist tækifæri til ?????Hvenær förum við að geta almennt notað máltækið " BATNANDI MÖNNUM ER BEST AÐ LIFA "Ég segi nú bara "Guð fari nú að drífa i því að blessa siðferði þessarar vesölu þjóðar "

Björn Þröstur Axelsson, 9.4.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband