Samkvæmt eiginfjárreglum banka þá er skuldin afskrifuð umfram 100% af verðmæti veðsins.

Þegar talað er um að lán megi ekki afskrifa að hluta til er það í mótsögn við reglurverk banka. Banka ber að afskrifa skuld að hluta ef ekki er nægjanlegt veð á bak við kröfuna.

Bankar geta ekki farið í mál við ríkið ef afskriftirnar fara ekki undir 100%. 110% markið er nær raunvirði en samt ber lánveitendum að afskrifa skuld í sínu bókhaldi sem er yfir 70% af verðmæti.

Þrátt fyrir afskriftir í bókhaldi er krafa enn við lýði gagnvart skuldara. Gjörningur ríkisstjórnarinnar er að færa kröfu nær verðmæti veðs með lagasetningu.

Erlendi lánveitandi fjármögnunarleigunar fer ekki halloka út úr þessum gjörningi vegna afskriftareglnanna. Trygging fyrir láninu er aðeins um 70% af verðmæti veðanna og þar með nægt veð fyrir láninu. Þess vegna er ekki fótur fyrir skaðabótakröfu af þeirra hálfu. Það er ekki verið að lækka verðmæti veða heldur að lækka kröfu í samræmi við verðmæti veða, þó lánadrottninum í vil með 10% umfram verðmæti.


mbl.is Óttast ekki lögsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skuldir SP-Fjármögnunar við Landsbankann voru vafalaust flutt í nýja bankann með afslætti. Verst samt að SP skyldi ekki hafa starfsleyfi til að fjármagna sig með þeim hætti sem gert var, en starfsemin þar virðist hafa verið glæpsamleg frá rótum og upp í rjáfur!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2010 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband