Nú er þörf á neyðarlögum vegna Icesave. Eina lausnin í sjónmáli.

Með því að setja neyðarlög erum við að afhenda Bretum og Hollendingum eignasafn Landsbankans. Tryggingasjóðurinn hefur forgang á kröfur í þrotabú Lansabankans til að dekka kröfur innistæðueigenda í Icesave.

Hótun Hollendinga um að sporna við inngöngu Íslands í ESB er nýlenduherrataktar sem sæmir ekki vestrænni þjóð.

Eins og staðan er í dag þá er meirihluti gegn ESB og að hóta okkur í þessum málum er eins og að hóta barni að það fái ekki lýsið sitt.


mbl.is Hyggjast beita sér gegn samvinnunni við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Er þá nokkuð nema slá vopnið úr höndum Hollendingana og draga umsóknina til baka??? Þá koma þeir ekki í veg fyrir neitt og við komum til með að spara milljónir ef ekki milljarða í gagnslausu umsóknarferli...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.3.2010 kl. 08:57

2 identicon

Við skulum nú ekki tala niður LÝSI..lol...sérstaklega eftir að þeir fóru að bjóða það með ólíkum bragðtegundum, en voðalega er maður orðinn LEIÐUR á þessum HÓTUNUM & kúgunum sem nýlenduveldin ítrekað viðhafa, nú er mál að linni - en því miður kunna þau bara að stjórna með KÚGUN.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 09:47

3 identicon

Draga umsóknina til baka STRAX. Síðan á bara að salta öll mál á alþingi önnur en skuldavanda heimilanna, atvinnumál, icesave, koma bönkunum af stað og ná eigum bankaræningjanna til baka... 5-10 mál verði eingöngu rædd fram á sumar. Allt annað á ís. Við verðum að fara að einbeita okkur að því að koma landinu úr þessari stöðu og já, vinna saman. Hætta þessari pólitík og það á við alla flokka. Fara að hugsa þetta sem ein þjóð sem er að reyna að forða sér frá gjaldþroti.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 09:53

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Auðbjörg ég er sammála þér.

Guðlaugur Hermannsson, 11.3.2010 kl. 10:02

5 identicon

Auðbjörg for president held ég bara.

Jón (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 10:26

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Heyr Heyr.

Guðlaugur Hermannsson, 11.3.2010 kl. 10:30

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með Auðbjörgu og það hlýtur að vera brandari ársins að Hollendingar hóti að standa gegn aðild Íslands að ESB.

Gerum Kröfu um að Hollendingar standi við "Hótun" sína.

Ragnhildur Kolka, 11.3.2010 kl. 10:43

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bretar eru búnir að taka eignasafn Landsbankans og geyma það fé vaxtalaust. Það er varla löglegt og ég sé ekki hvernig við getum afhent þeim það sem þeir hafa.

Sigurður Þórðarson, 11.3.2010 kl. 11:02

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Við þurfum að fá að vita hvað er að valda því að Ríkistjórnin okkar kemur svona fram... eins og örgustu sökudólgar.. sleikja upp skítinn og drulluna eftir Breta og Hollendinga eins og þeim sé borgað fyrir það. Og hver veit... það er eitthvað að valda því að Ríkistjórnin hagar sér svona og það er ekki vegna þess að við rændum þessum innistæðum það skulum við hafa í huga. Það er ekki vegna Þjóðréttarlegra skuldbindinga okkar vegna þess að við höfum ekki skuldbundið okkur til að borga þetta og svo einnig vegna þess að samkvæmt lögum erum við varin fyrir svona skuld og má ekki greiðast af skattþegum séð. En númer 1 vegna þess að þetta er ekki okkar skuld.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.3.2010 kl. 11:23

10 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Sammála Auðbjörg!

Sævar Guðbjörnsson, 11.3.2010 kl. 11:29

11 Smámynd: Einar Karl

Sigurður Þórðarson:

Bretar eru alls ekki búnir að taka eignasafn Landsbankans. Skilanefndin geymir stórar upphæðir á mjög lágum vöxtum í breska Seðlabankanum af því þeir þora ekki að setja peningana neitt annað. Nánast allir stóru bankarnir í Bretlandi töpuðu stórum fjárhæðum í íslenska bankahruninu, og tapið vað meira en ella vegna neyðarlaganna. Landsbankinn skuldaði flestöllum. Svo skilanefndin þorir ekki að láta þá fá peninga af ótta við að bankarnir myndu neita að afhenda þá og halda þeim uppí skuldir.

Einar Karl, 11.3.2010 kl. 21:42

12 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Bretar geta þá líka tekið þetta til sín eins og hinir bankarnir. Af hverju leggja Bretar ekki hald á þetta fé upp í Icesave skuldina? Er það vegna þess að þeir eru ekki vissir um réttmæti kröfunar?

Guðlaugur Hermannsson, 12.3.2010 kl. 09:34

13 identicon

Nú veit ég hvar 5% fábjána Íslands halda sig,,, Á bloggi Morgunblaðsins! Kveðja frá Frjálsri Evrópu.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 16:00

14 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Ragnar, Þú ert alltaf velkominn við erum ekki mjög kresnir á greindarvísitölu þeirra sem kíkja hér inn. Það er alltaf pláss fyrir 5% af fábjánum Íslands og þó svo að hin 95% kæmu líka inn hér. Allir eru velkomnir.

Guðlaugur Hermannsson, 15.3.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband