Það er ekkert að semja um annað en þau hugsanlegu 10% sem eftir standa við uppgjör Landsbankans. Það hefur margoft komið fram að eignasafn Landsbankans er nægilega stórt til að greiða 90% af Icesave skuldinni.
Það sem þarf að gera er að setja ný lög í líkingu við neyðarlögin. Þessi nýju lög gætur fært Bretum og Hollendingum eignasafnið (þar með taldir 200 milljarðarnir í Englandsbanka) sem greiðslu upp í forgangskröfu þeirra á hendur þrotabúinu.
Það er fræðilegur möguleiki á því að þegar Bretar og Hollendingar hafa móttekið eignasafnið ásamt eftirstöðvunum (sem er um 10%) og kvittað fyrir, þá hefur greiðsla átt sér stað frá okkar hendi. Ef sú staða kæmi upp að ferill þessa máls af hendi Breta og Hollendinga skorti lagastoð vegna hugsanlegrar rofnunar á forgangskröfu sem innistæðueigendur höfðu en hugsanlega er ekki framseljanleg. Ef svo verður þá hafa Bretar og Hollendingar klúðrað sínum málum og misst rétt sinn til kröfu á endurgreiðslu.
Ríkisstjórnin verður að hlusta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.