Nú er allt í hnút. Nú er rétti tíminn að afhenda þeim safnið og semja síðan um eftirstöðvar ef verða.
Tilboðið ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki okkar að "semja um eftirstöðvar", Guðlaugur. Landsbankinn er ekki þjóðin. Tryggingasjóðurinn er ekki þjóðin né ríkið. Ríkið ber enga ábyrgð á innistæðum í einkabönkum. „Í sjálfu sér er ekki deilt um það, að það stendur hvergi í tilskipuninni né í lögum þeirra landa, sem hafa innleitt hana, að það sé um beina ríkisábyrgð að ræða. Það er enginn að halda því fram,“ sagði jafnvek Steingrímur nokkur úr Þistilfirði allt í einu – eftir allt saman! – 18. þessa mánaðar, um ummæli forstjóra norska tryggingasjóðsins. Sjá hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/18/steingrimur_engin_rikisabyrgd/
Ef Steingrímur viðurkennir þetta, geta þá ekki allir viðurkennt það? Er eftir nokkru að bíða að segja þvert NEI við öllum nauðungartillögum Breta og Hollendinga?
Jón Valur Jensson, 22.2.2010 kl. 23:32
Sýnum rausn og borgum það sem upp á vantar þrátt fyrir þá staðreynd að þetta sé einkamál en ekki opinbert mál.
Það er staðreynd í dag að almenningur er ekki tilbúinn að borga fyrir einkabankanna. Steingrímur J. verður að taka þann pól í hæðina að aldrei verður samþykkt af almenningi að borga Icesave. Ef ný lög verða sett með breytingum en ekki niðurfellingu á kröfun er fullvíst að forsetinn neitar einnig að undirrita þau.
Staðan í dag er sú að stjórnin og líka minnihlutinn hafa ekki umboð frá kjósendum að semja við Breta og Hollendinga á annan hátt en fella niður þessa kröfu og afhenda þeim eignasafn Landsbankans með lögum ef þörf krefur. Ef laga er þörf þá eru það einnig neyðarlög eins og þegar Geir Haarde setti núgildandi neyðalög.
Guðlaugur Hermannsson, 22.2.2010 kl. 23:45
"Rausn" sú, sem þú talar um að sýna, yrði túlkuð sem viðurkenning á SEKT, á SÖK, Guðlaugur. Gerum ekki börnunum okkar það. Þjóðin er saklaus af þessu og á hvorki að leggja kúgunar-refsidóm á eigin bök né barna sinna. – En það er rétt hjá þér (ég var einmitt að hugsa til þess í dag), að t.d. Bjarni Ben. og þingmenn hans hafa EKKERT umboð frá kjósendum sínum né flokksmönnum (eða Landsfundi) að semja um að greiða það, sem er allsendis ólögvarin krafa frekra ríkisstjórna Bretlands og Hollands. Nú er önnur þeirra dauð, vonum að hin sé líka að gefast upp á rólunum, það verður maklegur endir á hennar yfirgangi, – Lifðu heill.
Jón Valur Jensson, 23.2.2010 kl. 00:19
Það er forsetinn sem sker okkur úr þessari snöru sem Alþingi er að reyna að koma á okkar háls. Forsetinn mun aldrei samþykkja að skrifa undir lög sem þjóðin vill ekki að skrifað sé undir. Það er mergur málsins.
Það er kappsmál hjá stjórn og stjórnarandstöðu að semja okkur út í horn með ríkisábyrgð upp á 700 milljarða. Í öðrum löndum hefði þetta leitt til uppgjörs með nýjum kosningum.
Guðlaugur Hermannsson, 23.2.2010 kl. 00:25
Ég er sammála þér Jón og held að Guðlaugur sé það líka. Eina spurningin sem situr eftir í mínum huga og ég er til í að ræða er hvort ríkið sé skaðabótaskylt vegna ófullnægjandi eftirlits (sama mun gilda um eftirlit Breta og Hollendinga).
Mér sýnist allir vera komnir á okkar skoðun að tryggingastjóðurinn er á ábyrgð banka en ekki ríkja (fyrir því eru ótal heilbrigð rök), þannig verður nýji sameiginlegi EU tryggingasjóðurinn (það er svo spurning hvernig gjaldmiðlaskipting hans verði).
Björn (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 00:32
Hér er auglýsing Icesave sem var ekki byrt. Þar segist meðal annars að Icesave vann tilnefningar sem besta sparireikningabanki í Bretlandi. Græðgin svo mikil hjá viðskiptavinum Icesave. If it sounds to good to be true then it probably is!! Svo vilja bretar fulla endurgreiðslu svo að folk getið haldið að það er allt i lagi að taka áhættur þvi þú færð peningana aftur!
http://www.youtube.com/watch?v=quIIAnxQDc0
Sævar Guðbjörnsson, 23.2.2010 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.