Étum ekki útsæðið. Stoppum loðnuveiðar strax í dag.

Það er augljóst að loðnuveiðar hafa neikvæð áhrif á bolfiskstofnanna. Þar er undarlegt að sjómenn moka upp nánast verðlausu prótíni og svelta þar með bolfiskstofnanna og draga úr stofnstærð þeirra.

Hvenær fara menn að skilja alvarleikann í þessu máli?


mbl.is Leggja til 20 þúsund tonna aukningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, þessu mál eru ekki í lagi.  Moka upp loðnunni, halda svo áfram að klóra sér í hausnum og skilja ekkert í því að þorskurinn er að hrynja, þrátt fyrir alla friðun og kvóta.

Steinþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 20:01

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tek undir með ykkur! Þarna klikkaði Jón blessaður kanski?

En ekki ef hann leyfir gífurlega aukningu á þorskveiði og alla aðra veiði í Íslenskri landhelgi í þessu gjaldþrota-árferði!!!

Þannig björgum við sjálfstæði landsins!

BJÖRGUNARSVEIT SJÁLFSTÆÐIS LANDSINS SITUR VIÐ VÖLD NÚNA OG VERÐUR AÐ NOTA ÞESSI VÖLD NÚNA! OG STANDA SAMAN!

TÆKIFÆRIÐ KEMUR EKKI AFTUR OG ÞJÓÐIN VERÐUR AÐ STANDA SAMAN!

Svo getum við seinna rifist um það hvaða flokka-stefnur eigi að vera ráðandi hér! Það er bara ekki inni í myndinni núna!

Almættið hjálpi okkur áfram eins og hingað til. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2010 kl. 20:30

3 identicon

hafið þið farið út á sjó ekki vantar þorskinn í sjóinn það þarf líka að byrja á réttum enda og stórauka hvala kvótan það er nú ekkert smá ræði sem að hann étur af loðnu.

Kv.Smári

Smári Einarsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 21:47

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Það er mikið rétt sem Smári Einarsson segir hér að ofan, þetta mál er nú flóknara en svo, að rétt sé að banna loðnuveiðar, fólk verður að hugsa aðeins í víðara samhengi.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 23:10

5 identicon

Best finnst mér þegar menn eru að tala um þetta af svona mikilli þekkingu eins og síðuritari Guðlaugur Hermannsson telur sig gera. þegar hann fullyrðir eða höfum þetta orðrétt:... "Þar er undarlegt að sjómenn moka upp nánast verðlausu prótíni"  þarf að segja meira? held ekki!...góðar stundir;-)

Kristó (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 00:05

6 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, af hverju helduru að mönnum sé svo mikið í mun að fá að veiða loðnu? Af hverju helduru að frystihús séu með risastóra aðstöðu til að vinna loðnu og loðnuhrogn, með tækjum sem kosta tugi/hundruð milljóna, sem stendur tóm fyrir utan tvær vikur á ári (ef veiðar eru leyfðar á annað borð)? Helduru að það sé vegna þess að þetta sé allt saman bara verðlaust prótein?

Annars gott að það er "augljóst að loðnuveiðar hafi neikvæð áhrif á bolfiskstofnana". Í mínu fagi er ekkert augljóst, bentu vinsamlegast á skýrslu eða rannsókn sem sýnir fram á þessa staðreynd. Má koma að því að lokum að ég vil einnig minnka hvalastofna, þar sem þeir fara verst með loðnuna og engin ástæða til að vera með offjölgun á stórum, tilgangslausum dýrum sem ekki má nýta og borða neðst úr fæðukeðjunni (án þess að vera úthlutað kvóta til þess).

Eyrún (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 01:49

7 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Það væri gaman að sjá útreikninga á því hvað hefur gerst á íslandsmiðum  frá því að loðnuveiðar voru leyfðar víð Ísland.

Svo má nú nota gömlu landhelgis mörkin 4-6-12-50 míur til að skipuleggja veiðar,handfæri,lína, net,togveiðar.Og þar fyrir utan væru veiðar frjálsar, og þá væri fyrningaleiðin léttari.

Haraldur G Magnússon, 19.2.2010 kl. 09:57

8 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Smári... Hvalakvótinn er núþegar stærri en við getum nýtt. Í fyrra voru veiddir 58 hvalir sem gera einhver hundruði tonna. Útfluttningur á hvalkjöti í fyrra var um 3 kg. samkvæmt Hagstofu Íslands.

Helgi þór... það minnkar sem af er tekið það er nú ekki flóknara en það. Fólk hugsar í því samhengi.

Kristó..... Loðnukílóið er margfalt verðminna en þorskkílóið. Þarf að segja meira?

Eyrún....Fyrstu spurningu þinni svara ég með þessu: Græðgi! (Hirða aurinn en kasta krónunni)

Önnur spurning: Til að fullnægja græðginni þrátt fyrir vannýtingu tækja og tóla.

Þriðja spurning: Verðlaust var ekki það sem ég sagði. Ég sagði verðlítið.

Fjórða spurning: Ég bendi þér á skýrslur ofan í skúffum á Hafró sem aldrei birtast.

Þú villt minnka hvalastofna "þvi þeir fara verst með loðnuna" eins og þú segir. Er þá ekki viskulegt að mannskeppnan minnki við sig loðnu vegna þess að hún hefur greind til þess en ekki hvalir? Þú segir "engin ástæða til að vera með offjölgun á stórum, tilgangslausum dýrum sem ekki má nýta og borða neðst úr fæðukeðjunni" Hvaða dýr þjónar tilgangi? Hvaða tilgangi eiga dýr að þjóna. Eigum við að útrýma öllum dýrum sem ekki þjóna tilgangi?

Hvalir voru veiddir á síðasta ári og gaf af sér hundruð tonna af hvalkjöti. Útfluttningur á hvalkjöti á síðasta ári samkvæmt Hagstofu Íslands var 3 kílógrömm. Ertu með urðunarstað fyrir alla þessa hvali sem þú vilt veiða til að minnka stofninn? Hafró kom með tilllögu um úthlutun kvóta fyrir hvali ásamt kvóta fyrir bolfiskstofnanna öll síðustu ár sem loðnukvóti hefur verið gefin út. Þessi "kvóti" er í útreikningum Hafró þegar tillit er tekið til nýtingu stofnsins. Norðursjór er dautt hafsvæði eftir ofveiði á sandsíli þar. Danir hafa lært af reynslunni og banna alla sandsílaveiði í Norðursjó núna. Loðnan í Barentshafi er ekki í nægilega þéttum torfum til að veiða hana og er því ósnert af mannskeppnunni í lífríkinu þar. Þorskkvótinn í Barentshafinu er að nálgast 500 þúsund tonn í ár.

Guðlaugur Hermannsson, 19.2.2010 kl. 10:09

9 identicon

Ég vil nú segja eitt í viðbót mín skoðun er sú að fiskifræðingar við ísland hafi kostað okkur íslendinga meira heldur en að icesave mun nokkur tímann gera

 ég heyrði einu sinni að óvissu þátturinn í loðnumælingum væri sá að talið er að hvalurinn æti 1 milljón tonna

þú svarar ekki spurninguni um það hvort þú hafir farið á sjó

Kv. Smári

Smári Einarsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 02:35

10 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Smári,

Sammála er ég þér í þessu með fiskifræðingana/Hafró/LÍÚ.

Til að mynda eru loðnuveiðar stundaðar á grunnsævi og á uppeldistöðvum t.d. ýsuseyða með nótum sem ná niður á botn. Með þessu eru loðnuskipin að eyðileggja hrygningar- og uppeldisstöðvar bolfiskstofnanna.

Það eru þekkt ýsuseyðasvæði við Eldey sem eru hreinlega horfin vegna loðnuveiða þar. Skipin kasta nótinni á þessu svæði þegar loðnan er hrognafull og eru næturnar það djúpar að þær ná til botns og "ryksuga upp" allt kvikkt inn í nótinni. Það er sagt að jafnvel steinar af botninum lokist inn í nótinni og berist með loðnunni um borð.

Það hefur engin séð samhengi í minnkandi bolfiskstofnum vegna seyðadráps við loðnuveiðar né heldur við veiðar á henni og ekki síst þegar hún er hrognafull og fær þar af leiðandi ekki að hryggna til þess eins að styrkja stofninn. Skyndigróði er meira atriði en langtíma uppbygging bolfiskstofnanna.

Eins og ég hef sagt áður þá er Barentshafið fullt af loðnu sem ekki er veidd og þar er kvótinn kominn í 450 þúsund tonn.

Þú spyrð hvort ég hafi farið á sjó þá er svarið já. Ég er gamall sjóhundur.

Guðlaugur Hermannsson, 20.2.2010 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband