Hér áður fyrr notuðu menn kanarífugla með góðum árangri.

Það er ekki tekin áhætta með mannslíf fyrir einn hræódýran súrefnismæli. Ég tel að útgerðin sé ekki svo veðsett að hún geti ekki tryggt líf starfsmanna sinna með nauðsynlegum tækjum. Það er undarleg afsökun að segja að súrefnismælirinn sé í viðgerð. Það þarf að taka á þessum málum af festu og sekta starfsmenn fyrirtækjanna svo um muni fyrir svona handvöm og greindarskort. Fyrir alla muni ekki sekta fyrirtækið það er gagnslaust. Sektum þá starfsmenn sem bera ábyrgð á starfseminni.
mbl.is Súrefnismælir bilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það nægir að slaka niður logandi kerti í glerkrukku, það er nú allt sem þarf.

Verra er að þessir menn eru að veiða æti frá lífríkinu í sjónum, slíta sundur ætiskeðju nytjafiska, sem þurfa smásílin til ætis. Þarna  er rányrkja stunduð af græðgi einni saman. Allt skal upp tekið þar til ekkert fæst meira.   Það er módelið  frá LÍÚ  

Robert (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 08:23

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þá kæmust þeir fljótt að því ef gas væri í lestinni. Sammála þér með rányrkjuna. Étum ekki útsæðið.

Guðlaugur Hermannsson, 16.2.2010 kl. 08:26

3 identicon

Svo er nú hvorki dýrt né mikil fyrirhöfn að vera með blásara og barka sem dæla fersku lofti niður í lestarnar á þessum skipum þar sem líkur eru til að þetta geti gerst.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 08:31

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég er sammála þessu með loftskipti í lestinni.

Guðlaugur Hermannsson, 16.2.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband