12.2.2010 | 12:41
Dumhed må guderne kæmpes forgæves!
Það er orðið skrautlegt í kringum Steingrím J. stjórnmálaséní. Allt sem hann hefur framkvæmt með sínum mönnum á síðustu 12 mánuðum er afar viðvaningslegt svo ekki sé meira sagt. Hvar endar þetta? Bretar og Hollendingar hafa misst trú á Íslendingum og líklegast gefið okkur upp á bátinn.
Það má ekki ræða málin opinberlega og verður að fara leynt með gang mála. Íslendingar eru ekki tilbúnir að samþykkja áframhaldandi klúður núverandi stjórnvalda og ekki heldur þrátt fyrir hlutdeild stjórnarminnihlutans. Sendum fagmenn út til viðræðna við Breta og Hollendinga sem afhenda þeim eignasafn Landsbankans og semja svo um skuldina sem eftir er með vaxtalausum og hagstæðum lánum til 10 ára. Þessi upphæð sem um er rætt er aðeins 320 milljónir sterlingspunda (um 64 milljarðar íslenskra króna).
Það er aðeins eitt eftir og það er að rjúfa þing og boða til kosningar strax í vor með nýju fólki sem er í stakk búið til að stjórna þessu landi með skynsemi að leiðarljósi. Það er kominn tími til að við skipum ráðherra sem hafa fagþekkingu á málefnum ráðuneytanna en ekki þingmanni sem ekkert hefur fram að færa annað en vinsældir í kosningu til setu
á Alþingi.
Bað RÚV að birta ekki fréttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.