Margir erlendir aðilar telja að forseti Íslands sé valdamsti maður þjóðarinnar. Þetta frímerki bendir á að svo sé einnig staðan í Líberíu.
Forsetinn er nánast að hasla sér völl erlendis sem valdamesti maður Íslands Hann hefur neitað að skrifa undir Icesave lögin. Erlendir fjölmiðlamenn túlka það þannig að hann synji lögunum. Hann kemur fram í erlendum fjölmiðlum eins og forseti með vald og tjáir sig pólitískt.
Erlendir aðilar í London sem höfðu samband við mig í gær og sögðust ekki vera lengur tilbúnir að íhuga fjárfestingar á Íslandi vegna gjaldþrot íslensku bankanna í annað sinn. Ég spurði þá undrandi hvaða bankar? Þessir bankar sem bjargað var af ríkinu eftir hrun 2008 svöruðu þeir um hæl. Ég sagði þeim að það væri nú eitthver misskilningur því hér væru bankarnir á fullu að bjarga atvinnulífinu.
Þegar ég hafði gengið á hann um frekari skýringar á þessu þá sagði hann að "forseti" Íslands hefði sagt í útvarpsviðtali á BBC að íslenska ríkið væri á barmi gjaldþrots og forsætisráðherrann væri á ferð um Evrópu til að leita eftir neyðarlánum hjá ESB stjórninni.
Þetta er grafalvarlegt mál og það versta er að Bretar virðast ekki skilja ensku annara en þeirra sjálfra. Þetta er umhugsunarvert ekki satt?
Frímerki frá Líberíu með forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Langaði bara að benda á að þetta frímerki er síðan frá árinu 2000, þó eflaust sé margt til í því sem þú segir.
Raggi (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 09:17
Enda talar forsetinn í erlendum fjölmiðlum "my governmet" eða "my cabinet" , fyrir utan að tala um "my nation", "my people". Hverju lýsir þetta?
Padre (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 14:01
Ef forsetinn er að tala völdin af þessarri vanhæfu ríkisstjórn erlendis. þá segi ég bara "guð sé lof fyrir það" og vonandi tekur hann stjórn af þessi liði innlendis líka
Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 16:17
Guðlaugur í kynningu þinni sem höfund þessarar síðu stendur málefnalegur og mannblendinn. Ekki þekki ég til mannblendni þinnar en málefnalegur ert þú ekki. Af skrifum þínum bæði nú og áður sem ég hef lesið, ert þú hatursmaður forseta okkar Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég hef að vísu aldrei verið sérstakur aðdáandi Ólafs Ragnars, en hann er að gera hluti núna sem ríkisstjórnin átti að gera fyrir löngu.
Það er að standa vörð um Íslenska þjóð og þegna hennar.
Ási Pálma (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 18:39
Sæll Ási,
Ef þetta er rétt sem sagt er um forsetann þá er það umhugsunarvert. Þetta með að ég sé ómálefnalegur og hatursmaður forseta okkar er mér óskiljanlegt með öllu. Ég styð forsetann í því starfi sem hann var kosinn til að þjóna fyrir okkur. Allt annað er án míns stuðnings.
Forsetann áfram í "kóngahlutverkinu" ekki pólitísku brölti.
Guðlaugur Hermannsson, 6.2.2010 kl. 19:30
Loksins kominn fram forseti sem þorir, getur og vill þegar spilltar pólitíkur banksteranna eru léttvægar fundnar nánast hvert sem litið er í heiminum. Forgangsverkefni nú er að gefa þessu arðránssystemi fingurinn og ganga á undan með góðu fordæmi, almenningur í öðrum löndum mun síðan fylgja lit og ganga á milli bols og höfuðs á óværunni.
Joshia Stamp hitti naglann á höfuðið fyrir margt löngu, enda þekkti hann vel hvernig til þess hvernig kaupin gerðust og gera enn á eyrinni.
"Banking was conceived in iniquity and was born in sin. The bankers own the earth. Take it away from them, but leave them the power to create money, and with the flick of the pen they will create enough deposits to buy it back again. However, take away from them the power to create money and all the great fortunes like mine will disappear and they ought to disappear, for this would be a happier and better world to live in. But, if you wish to remain the slaves of bankers and pay the cost of your own slavery, let them continue to create money."
SeeingRed, 6.2.2010 kl. 20:15
Það er mikið að ef þetta kerfi heldur áfram.
Guðlaugur Hermannsson, 6.2.2010 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.