Allt eignasafn Landsbankans á að fara strax til Breta og Hollendinga.

Það er lífsspursmál að fá eignasafnið afhent Bretum og Hollendingum strax í dag. Það sem kemur út úr rannsóknarnefndarskýrslunni er aukaatriði í þessu máli. Ríkið er búið að ábyrgjast allar innistæður á íslenskum bankareikningum hér innanlands. Það er kominn tími til að afhenda eignasafn Landsbankans strax til Breta og Hollendinga og losa íslenska ríkið þar af leiðandi við óyfirstíganlegar vaxtabyrgðar.

Það þarf að gera upp restina á þessu Icesavemáli sem verður um 320 milljónir (64 milljarðar isk) með láni frá Norðurlöndunum sem eru á mun hagstæðari kjörum en samið var um við Breta og Hollendinga í apríl síðastliðnum.


mbl.is Erfið samningsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband