Til hvers að fá rándýra "málamiðlara" frá Kanada þegar lausnin er á borðinu? Eignasafn Landsbankans dugar fyrir 90% af skuldinni og ég spyr hvað er vandamálið? Afhendum Bretum og Hollendingum eignasafnið og gerum samning um það sem upp á vantar, það er að segja þær 320 milljónir punda. Með þessu erum við að leysa "vandamál" sem hefur verið í hausnum á ríkisstjórninni og stjórnaminnihlutanum nánast í 18 mánuði.
Þetta mál er hægt að leysa á örskömmum tíma með því að afhenda eignasafnið Hollendingum og Bretum strax. Ef það eru vankantar á því að afhenda safnið vegna laga sem hamla þeim gjörningi þá eru hæg heimatökin að setja neyðarlög sem lúta að því að eignasafnið verði tekið af þrotabúi landsbankans og afhent þeim.
Neyðarlög eiga rétt á sér vegna stöðu okkar fjárhagslega og óvissu um framtíð okkar. Slík neyðarlög munu halda á sama hátt og neyðarlögin í Október 2008.
Kröfurnar verði stórlækkaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eiga þá kröfuhafar í bankana (t.d. íslenskir lífeyrissjóðir) að greiða fyrir innistæður sem, lögum samkvæmt, eru/voru tryggðar af Tryggingasjóði innistæða? Til hvers þá að hafa Tryggingasjóð innistæða?
Geir Ágústsson, 2.2.2010 kl. 12:18
Tryggingasjóður Íslands er tómur. Ríkið ábyrgðist allar innistæður á innlánsreikningum innanlands. Rest er það sem þarf að borga til Breta og Hollendinga. Það er sem sagt búið að tryggja allar innistæður innanlands og er því komið að erlendu innistæðueigendum að fá greitt frá Landsbankaeignasafninu.
Guðlaugur Hermannsson, 2.2.2010 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.