21.1.2010 | 17:19
Íbúðalánasjóður lánar byggingaverktökum lámarks lán að 18 milljónum.
Íbúðalánasjóður veitir lán til nýbygginga nánst á færibandi. Allir byggingarverktakar tóku lámarkslán hjá ILS. Það gæti verið skýringin á þessari aukningu á umsóknum un nauðungasölu. Margir af þessum byggingavertökum eru orðnir gjaldþrota og þar af leiðandi ekki í þeirri stöðu að geta sótt um frest á uppboði. Það eru um 8000 íbúðir tómar á landinu og eru nánast allar óseldar og í eigu byggingaaðila eða lánastofnanna.
Þetta fyrirkomulag hjá Íbúðalánasjóði að lána út á fokheldisvottorð einvörðungu er ávísun á offramboð eigna. Ef Íbúðalánasjóður hefði krafist þeirra skilyrða að þá yrði að liggja fyrir kaupsamningur (ekki málamyndarsamningur) eða leigusamningur óuppsegjanlegur í 3 ár. Með þessu fyrirkomulagi hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta af þessum umframíbúðum.
Menn enn að ýta vandanum á undan sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.