21.1.2010 | 09:26
Icesave skaði ekki íslenska þjóð. Það er mikilvægara.
Af hverju í andskotanum er ekki búið að afhenda Bretum og Hollendingum eignasafn gamla Landsbankans? Þessar þjóðir eiga rétt á þessum eignum til að greiða upp í innlánstap innistæðueigenda sem þær hafa gert upp við nú þegar.
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Laukrétt hjá þér, Guðlaugur. Þakka þér þetta!
Jón Valur Jensson, 21.1.2010 kl. 10:08
Já best af öllu væri ef þeir tækju við Landsbankanum. Eignasafn Landsbankans er óöruggt og margir telja að bankinn sé líklegur til að fara aftur í gjaldþrot og þá er afleitt að hann skuli vera ríkisbanki.
Sigurður Þórðarson, 21.1.2010 kl. 11:37
Sæll Jón Valur. Þetta er afar augljóst mál að mínu mati.
Sæll Siggi.
Ef við færum eignasafnið yfir til Breta og Hollendinga þá verður það miðað við verðmæti þess þann dag sem yfirtakan á sér stað. Ef ekki yrði svo þá erum við að taka áhættu sem fælist í því að Bretar og Hollendingar muni klúðra eignasafninu í meðföru þeirra.
Guðlaugur Hermannsson, 21.1.2010 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.