19.1.2010 | 17:49
Ber þetta vott um heilbrigða skynsemi? Hvað er hlaupið í menn?
Er ekki orðið fátt um fína drætti hjá borgarfulltrúanum? Ég tel að það þurfi að vera hægt að víkja borgarfulltrúum úr embætti og setja inn varamenn fyrir viðkomandi ef þeir ganga fram af siðferðiskennd borgarfulltrúa.
Það er ekki málstaðnum fyrir að fara hjá viðkomandi borgarfulltrúa með þessari framkomu gagnvart borgarstjóranum. Borgarfulltrúi segist vera umhverfissinni en getur með þessu móti níðst á nánasta umhverfi sínu með svívirðingum og ruddaskap. Ég er nánast viss um að stuðningsmenn hans sem eftir eru komist fyrir í einum fólksbíl.
Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála að hluta en er ekki rétt að málin séu upplýst. Rangar upplýsingar um ferðakostnað er alvarlegt mál. Við skulum halda því máli til hafa og einnig að styrkir til Sjálfstæðisflokksins séu opinberir. Annað ætla ég ekki að taka afstöðu til. Stuðningsmenn Ólafs eru fleiri en þú heldur. Það getur þú bókað.
Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 18:16
Kleppur er víða!
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 18:18
Engin nýlunda að íhaldsmenn séu gírugir til fjárins. Væru þeir það ekki, væru þeir í öðrum flokkum. Hvernig fór með vottorðið? Skilaði Ólafur því? Ef svo með undirskrift hvers?
Björn Birgisson, 19.1.2010 kl. 18:55
Hanna Birna verður að upplýsa um styrki eða ljóst er að orð Ólafs F eru rétt.
Sævar Björn (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 18:56
Heiðarleg svör strax. Ekki ófrægingarherferð gegn málshefjanda. Menn hafa tækifæri til að hreinsa sig með að upplýsa málið. Nú beinast öll spjót að Sjöllum.
Sverrir (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 19:58
hvaða hvaða..... ef menn þegja ekki og segja amen á þá bara að henda þeim út? Frekar vil ég nokkra snarklikkaða einstaklinga til að stjórna en hóp sem segir ekkert og þeigir svo lengi sem það er mokað undir rassgatið á þeim.
Guðjón (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 21:15
Sæll Gulli, ég er ekki sammála þér mér fannst Ólafur góður.
En hvað sem því líður þá kannast ég við hvernig þetta listaháskólamál þróaðist og það er algörlega á hreinu að þeim fannst að þeir ættu hönk upp í bakið á allmörgum borgarfulltrúum.
Sigurður Þórðarson, 19.1.2010 kl. 23:34
óvenju fremur er ég ósammála vini mínum, Sigurði, og leyfi mér að segja að framkoma nafna míns á borgarstjórnarfundi var honum til vansa. Ólafur F. á á brattann að sækja í pólitíkinni og hefur talið sig geta kastað aurnum í allar áttir á undanförnum misserum. Samúð mín var með honum, þegar hann var beittur órétti af fulltrúum Tjarnarlistans, því fólki til mikillar minnkunar. En það er eins og allir séu á móti Ólafi og honum leiðist ekki að fara í píslarvættið og breiða út óhróðurinn um menn og málefni. Það er vont - því málið, sem rak hann í upphafi í ræðustólinn á það á hættu að tínast í hinu bundna níði.
Ólafur Als, 20.1.2010 kl. 01:04
Ég er að gagnrýna framkomuna en ekki efnið. Ég styð ekki Ólaf F í pólitík.
Guðlaugur Hermannsson, 20.1.2010 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.